Hlynur vill að fólk á áfangaheimilum fái jólagjafir

Hlynur segir stærstu gjöfina sem fólk fær á áfangaheimilum í …
Hlynur segir stærstu gjöfina sem fólk fær á áfangaheimilum í dag verða hugsunina á bak við pakkana. mbl.is/Ásdís

Í dag er síðasti dagur átaksins Gefðu von um jólin sem þýðir að í dag er síðasti dagurinn sem hægt er að koma pakka til félagsins eða styrkja framtakið inn á heimasíðu þeirra.

Íslendingar hafa staðið sig einstaklega vel í að styðja við fólk í fjarlægum löndum um jólin. Ef kórónuveiran hefur kennt okkur eitthvað þá er það að líta okkur nær. 

„Gefðu von um jólin snýst um að gefa fólki jólagjafir sem búsett er á áfangaheimilum yfir jólin. Fólk á áfangaheimilum eru einstaklingar sem eru að gera sitt besta til þess að endurheimta líf sitt í kjölfar fíknisjúkdóms sem hefur leitt það til þess að það hefur tapað tengslum við sjálft sig og ástvini, tapað eignum, getu og í mörgum tilfellum hæfni.

Batnandi fólki er best að lifa. Við viljum sýna kærleik og skilning. Við viljum láta fólkið okkar vita að samfélaginu sé ekki sama um það og að fordómar séu á undanhaldi.

Ég vil því hvetja alla þá sem geta lagt framtakinu okkar lið að bregðast við ekki seinna en í dag. Við mælum með að setja sokka, heyrnartól, spil, dagbækur og aðra fallega hluti í pakka sem nýtast fólki vel um jólin.

Snyrtivörur og fleira er alltaf vinsælt. Listaverk með fallegum skilaboðum og fleira í þeim dúrnum. Við erum komin með allar gjafir fyrir konurnar en umframgjafir til þeirra verða færðar inn á Konukot. Okkur vantar hinsvegar fleiri gjafir fyrir karlana,“ segir Hlynur Rúnarsson sem heldur úti síðunni Það er von. 

Hvað er það sem fólk þráir á þessum stað í lífinu?

„Að vera samþykktir og séðir, að fólk sé að hugsa til þeirra. Bara að fá pakka er svo mikil staðfesting þess að samfélaginu sé ekki sama. Að fólk sé tilbúið að viðurkenna tilvist þeirra og sýni þeim velvild. Maður er vanalega að vilja þeim vel sem maður gefur gjafir til. Það er stóra gjöfin.“

Hér má finna nánari upplýsingar um átakið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál