Kynlíf ekki á matseðlinum um jólin

Fólk stundar meir kynlíf um áramót en jól.
Fólk stundar meir kynlíf um áramót en jól. mbl.is/Thinkstockphotos

Langar þig ekki til þess að stunda kynlíf þessa dagana? Fleiri eru á sama stað enda sýnir bandarísk rannsókn að fólk hefur minni áhuga á að stunda kynlíf í aðdraganda jóla. Þegar nýtt ár gengur í garð rís áhuginn aftur. 

Í bandarískri rannsókn sem greint er frá á vef The Guardian er ástæða dvínandi áhuga á kynlífi jólastress og mikil neysla á mat og drykk. Rannsóknin var byggð á gögnum yfir 500 þúsund kvenna í Bretlandi, Frakklandi, Brasilíu og Bandaríkjunum. Tilgangurinn var að skoða ástæður barnsfæðinga á ákveðnum árstímum.

Rannsókn sýndi að fólk stundar meira kynlíf á hátíðisdögum og um helgar. Hins vegar er ekki hægt að segja það sama um jólin. Hjá barnlausum konum kann ástæðan að vera að þær verja jólunum með fjölskyldu í stað maka. Hjá mæðrum er ástæðan meðal annars talin vera vinna og væntingar sem fylgja jólunum á borð við gjafir, skraut og mat.

Kynlíf er ekki efst á lista um jólin.
Kynlíf er ekki efst á lista um jólin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál