Ungir menn á lausu skipta fjórum sinnum á ári á rúminu sínu

Ungir karlar á lausu virðast ekki uppteknir af því að …
Ungir karlar á lausu virðast ekki uppteknir af því að skipta á rúminu sínu.

Samkvæmt Business Insider er hættulegra en margir halda að fara heim með ungum manni á aldrinum 18 ára til 25 ára. Hættan er fólgin í rúmfötunum þeirra þar sem meira en helmingur þeirra skiptir fjórum sinnum á ári á rúminu sínu. 

Ergoflex komst að þessari niðurstöðu á sínum tíma líka og að 40% kvenna á þessum aldri þvo rúmfötin einu sinni í viku. Svo það virðist vera mikill munur á milli kynjanna á þessu sviði. 

Ástæðan fyrir því að óhreinn rúmfatnaður er óaðlaðandi er að meðalmaður losar sig við 15 milljón húðfrumur á nóttu. Húðfrumurnar fara ekki endilega í rúmfötin heldur í rykmaurana sem lifa í rúmfötunum. 

Þeim mun sjaldnar sem þú skiptir á rúminu, þeim mun meiri matur er í rúminu fyrir maurana sem stækka og dafna í þannig umhverfi. 

Í óhreinum rúmfatnaði eru samkvæmt könnunum fleiri bakteríur en á klósettsetu og það finnast allt að 16 tegundir af sveppum í óhreinu koddaveri, sem getur haft áhrif á húðina og líffæri þess sem sefur á koddaverinu. 

Sérfræðingar mæla með því að þvo rúmfatnað einu sinni í viku. Það jafnast fátt á við góðan svefn í hreinum rúmfatnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál