Kynlífið er frábært en unnustinn erfiður

Maðurinn fer í taugarnar á konunni.
Maðurinn fer í taugarnar á konunni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég get ekki kvartað yfir eldheitu kynlífinu en unnustinn minn er erfiður í skapinu og ekki gott að búa með honum. Núna er ég farin að efast með brúðkaupið á næsta ári. Ég er 42 ára og hann er 44 ára. Við kynntumst fyrir einu og hálfu ári. Það var yndislegt að finna ástina aftur eftir að hafa verið einhleyp í mörg ár,“ skrifaði unnusta með efasemdir og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Við smullum bara saman og allt hefur gengið hratt fyrir sig. Hann bað mín á afmælinu mínu fyrir þremur mánuðum og við ákváðum brúðkaupsdag. Ég á tvo syni sem eru 12 ára og átta ára. Við búum í húsi sem ég á og unnusti minn er hjá okkur um helgar. Hann varði jólum og áramótum hjá okkur og ef ég á að vera hreinskilin varð ég fyrir vonbrigðum. Hann vill hafa allt eftir sínu höfði og allt þarf að vera tandurhreint. Ég er afslappaðri. Ég þríf húsið en er samt ekki með áhyggjur af smá drasli. Við rifumst nokkrum sinum og hann varð reiður og neitaði að tala við okkur í lengri tíma. Það er eitthvað svo barnalegt. Synir mínir voru ekki ánægðir þegar hann skammaði þá og sá eldri kann ekki vel við hann. Unnusti minn vill að við flytjum í húsið hans sem er stærra. Ég vil ekki gera þau mistök að flytja inn með einhverjum svona erfiðum og er að velta fyrir mér hvort ég eigi að leigja húsið út frekar en að selja það svo ég geti flúið ef þetta gengur ekki upp. Eða á ég að hætta við brúðkaupið? Ég elska unnusta minn í tætlur en veit ekki hvort við getum verið hamingjusöm.“

Ráðgjafinn bendir á að þau séu ekki bara tvö í sambandinu og mikilvægt að sé tekið tillit til sona hennar. Ráðgjafinn bendir einnig á að það er ekki það sama að vera saman um helgar og búa saman sem fjölskylda allan sólarhringinn.

„Hlustaðu á sjálfa þig, annars gætir þú lent í óhamingjusömu hjónabandi og með börn með vandamál. Segðu unnusta þínum nákvæmlega hvernig þér líður og hlustaðu á það sem hann hefur að segja. Þið ættuð að ræða hvernig þið bæði getið bætt sambandið. Hann veit að jólin voru erfið fyrir ykkur öll. Þú getur ekki gengið í hjónaband með hálfum hug. Ef þú ert óákveðin varðandi eitthvað við hjónabandið frestið þá brúðkaupinu og gefið ykkur meiri tíma. Ef þið ætlið að búa til hamingjusama fjölskyldu verðið þið bæði að gera málamiðlanir.“

Parið reifst um jólin.
Parið reifst um jólin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál