Stundaðu betra kynlíf árið 2021

Það er mikilvægt að vita hvað maður vill fá út …
Það er mikilvægt að vita hvað maður vill fá út úr kynlífi.

Rithöfundurinn og kynlífsþerapistinn Ruby Rare hefur það að markmiðið að kenna fólki að stunda betra kynlíf á nýju ári. Í pistli á The Guardian gefur hún góð ráð um hvernig megi fá meira úr kynlífinu og njóta þess betur án allra áhyggja. 

„Skilaboð um kynlíf eru allstaðar, allt frá auglýsingum út í klám á samfélagsmiðl. En maður fær aldrei tilfinninguna að það snúist um að njóta né um samþykki. Mig langar til að breyta því. Markmiðið mitt er að fá fólk til að tala af meira hugrekki um kynlíf,“ segir Rare. 

Hún eyddi fimm árum í að kenna unglingum um sambönd og kynlíf hjá góðgerðasamtökunum Brook, sem sérhæfa sig í kynfræðslu fyrir ungmenni. Hennar skoðun er sú að það sé gríðarlega mikilvægt að ungmenni fái kynfræðslu í skólanum. Kennslan eigi þó ekki að vera bundin við skólann og halda áfram þegar fólk vex úr grasi. Kynfræðsla er nefnilega fyrir alla og það er allaf hægt að læra meira.

Rare segir að margir reyni árangurslaust að bæta kynlífið með að kaupa ýmislegt, bæði dót og bækur. Hún hvetur fólk hins vegar til að líta inn á við og bæta kynlífið þannig. Það fyrsta sem þú þarft að eyða í kynlífið er tími, ekki peningur. 

Skapaðu umhverfi þar sem þráin lifir

„Fyrir flest okkur þýða þetta aðstæður sem okkur líður örugg og vel í, þar sem við getum tjáð þarfir okkar. Slökktu á símanum, reyndu að leggja allt stress til hliðar, og ef eitthvað er að pirra þig, segðu frá því. Samskipti eru lykilatriði,“ segir Rare.

Besti eiginleikinn til að stunda gott kynlíf er forvitni

„Leiktu þér með snertingar, og mundu að hver einasta snerting þarf ekki að vera sú magnaðasta í heimi. Umhyggjusöm en forvitin snerting veitt með samþykki mun alltaf leiða eitthvað gott af sér.“

Að reyna nýjar erfiðar stellingar er ofmetið

„Mismunandi útgáfur af klassískum stellingum eru alltaf betri en stellingar þar sem þú gætir fengið í bakið af. Í stað þess að finna upp hjólið, hugsaði um tilfinninguna sem þú ert að leitast eftir og veldu stellingu sem mun uppfylla það.“

Hættu að stunda bara kynlíf áður en þið farið að sofa

„Mamma mín gaf mér reyndar þetta ráð og það breytti öllu fyrir mig. Ef þig langar til að bæta þig í einhverju öðru, myndirðu bíða með að gera það í lok dags þegar þú ert þreyttur? Alls ekki. Kynlíf á kvöldin getur verið dásamlegt, en ég (og mamma mín greinilega) held upp á að stunda kynlíf seinnipartinn, þegar það er hægt. Það gerir hlutina skemmtilega.

Forðastu að elta fullnægingu

„Ég hef gerst sek um það þrá fullnægingu svo mikið að ég gleymi að njóta alls þess sem kemur á undan lokakaflanum. Reyndu að forðast fyrirframgefnar hugmyndir um hvað á að gerast áður en þú byrjar, taktu athyglina af því hvert þetta mun leiða og vertu bara í augnablikinu. Og á meðan ég man, þegar typpi fær það þýðir það ekki endilega að kynlífið sé búið.“

Í geggjuðu kynlífi er alltaf að finna sleipiefni

„Ég hugsa alltaf um sleipiefni sem langtum besta kynlífstækið, því hvað sem þú ert að fara gera, þá mun væn skvetta af sleipiefni alltaf gera það miklu betra. Ef þú ert ekki að nota það, hvað ertu eiginlega að gera? Og ef þú notar sleipiefni ættir þú að prófa að nota enn meira.“ 

Hafðu meiri trú á sjálfsfróun

„Sjálfsfróun er staður þar sem þú getur látið drauma þína rætast og kannað nýjar tilfinningar. Ef þú ert í sambandi þá er auðvelt að finna fyrir þeirri tilfinningu að kynlífið þitt sé samofið maka þínum, en það er líka til fyrir utan maka þinn. Gefðu þér tíma til að skoða líkama þinn upp á eigin spýtur og lærðu að fullnægja sjálfu þér. Allt sem þú lærir getur þú svo nýtt í kynlífi með öðrum og þar af leiðandi verið betri elskhugi.“

Ekki sykurhúða erfiðu hlutana 

„Lífið er allskonar og stundum finnum við ekki fyrir löngun í kynlíf. Það er allt í lagi og við þurfum að geta talað um það. Stress, ábyrgð, barnauppeldi, andleg heilsa og líkamsímynd hafa áhrif á löngun okkar í kynlíf. Vertu góður við sjálfan þig og taktu þér eins og þú ert hverju sinni.“

Hættu að hugsa um hvernig kynlíf þú ættir að stunda og hugsaðu heldur um hvað þig langar til að fá út úr kynlífinu

„Svo lengi sem þú stundar kynlíf með samþykki beggja aðila, þá er engin röng leið til þess að stunda kynlíf. Hættu að fylgja fyrirframgefnum uppskriftum, gerðu það sem þú vilt og njóttu þín.“

Að reyna nýjar erfiðar stellingar er ofmetið.
Að reyna nýjar erfiðar stellingar er ofmetið.
mbl.is