Aðeins stundað kynlíf tvisvar á þremur árum

Maðurinn vill stunda meira kynlíf með eiginkonu sinni.
Maðurinn vill stunda meira kynlíf með eiginkonu sinni. mbl.is/ThinkstockPhotos

„Ég hef aðeins stundað kynlíf með konunni minni tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Við erum oftast eins og systkini. Ég er 65 ára og hún er 61 árs. Við höfum verið saman í 35 ár. Við höfum alltaf verið með mismunandi kynhvöt og kynlífið fór að versna fyrir mörgum árum. Þegar við töluðum um það sagði konan mín að ég væri kynlífsfíkill en hún myndi reyna að breytast. Hún gerði það aldrei. Ég átta mig á að lífið breytist á mínum aldri en það ætti alls ekki að vera eins og þetta. Ég læt mig hafa það af því hvað á ég annars að gera? Þetta hefur haft slæm áhrif á sjálfstraustið. Ég velti því fyrir mér hvort hún myndi ekki vilja stunda kynlíf oftar en tvisvar á þremur árum ef ég væri góður í rúminu,“ skrifar maður á sjötugsaldri og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn segist skilja pirringinn í manninum en bendir á nokkrar mögulegar útskýringar. 

„Eiginkona þín gæti verið með lélegt sjálfstraust eða það gætu verið önnur vandamál í sambandinu sem þarf að takast á við. Hefur þú talað við hana af hreinskilni til þess að komast að því hvort eitthvað amar að hjá henni? Útskýrðu ást þína og að þú saknir þess að vera líkamlega náinn henni.“

Það er lítið að frétta í svefnherberginu.
Það er lítið að frétta í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is