Hvað þýða kynlífsdraumarnir?

Kynlífsdraumar eru mjög algengir.
Kynlífsdraumar eru mjög algengir. AFP

Kynlífsfræðingurinn Tracy Cox gefur okkur innsýn í kynlífsdraumana. Hvað merkja þeir? Eru þeir að reyna að segja okkur eitthvað eða er heilinn bara að framkalla einhverjar handahófskenndar tengingar? Svarið er, að hennar sögn, bæði og.

93% okkar dreymir reglulega erótíska drauma en það hefur lítið verið rannsakað hvað þeir gætu táknað en flestir eru sammála um að aðeins dreymandinn getur vitað nákvæmlega merkingu draumsins. Og það hvernig hann bregst við draumnum segir meira en draumurinn sjálfur.

Kynlíf með einhverjum sem maður er ekki hrifinn af í veruleikanum

Það getur verið tákn um að þú sért enn á höttunum eftir hinum fullkomna elskhuga. Í draumum okkar erum við ekki bundin af ákveðinni manngerð heldur erum frjálsari að kanna nýjar slóðir. Fyrir hvað stendur þessi manneskja í lífi þínu? Búa þau yfir einhverju sem þú þráir fyrir sjálfa þig?

Kynlíf með einhverjum sem maður þekkir

Það gæti einfaldlega þýtt að þú dáist að einhverju í fari þeirra. Þegar líkamar sameinast þá er það táknrænt fyrir að fá þann eiginleika til sín, ákveðin orkuskipti.

Kynlíf með fyrrverandi

Þetta eru algengustu kynlífsdraumarnir og koma fram á mismunandi tímum af mismunandi ástæðum. Ef þið eruð nýhætt saman þá gæti þetta táknað nándina sem þið eitt sinn deilduð. Ef þú ert drottnandi í kynlífinu þá gæti verið að þig langi til þess að refsa fyrrverandi. Oftast er þetta þó til marks um gamlar minningar sem komið hafa upp á yfirborðið með þessum hætti.

Kynlíf með andlitslausum ókunningja

Þetta er annar algengasti kynlífsdraumurinn. Þetta er ekki til marks um að einhver sé þarna úti sem er að bíða eftir þér. En gæti táknað að þú sért ekki að fullnægja þínum innstu þörfum. Þarftu kannski meira eða fjölbreyttara kynlíf?

Kynlíf með vini

Líkt og áður þá gæti draumur með platónskum vini verið til marks um að þú ágirnist einhverja eiginleika sem þeir búa yfir.

Kynlíf með frægum

Gæti verið til marks um stundarhrifningu eða þá að þig langi til þess að fá meiri athylgi og glamúr í líf þitt.

Kynlíf með kennara eða yfirmanni

Oftast stafa slíkir draumar af þeirri ástæðu að þeir eru mikið í lífi okkar og eru þar með líkleg viðfangsefni drauma okkar. En draumasérfræðingar segja líka að þetta gæti verið vegna þess að þig langi í meiri athygli frá einhverju yfirvaldi. Kannski voru foreldrarnir tilfinningalega fjarverandi?

mbl.is