Með titrara í stað Óskarsverðlauna

Sérðu muninn? Gwyenth Paltrow með óskarsverðlunastyttu og Gwyneth Paltrow með …
Sérðu muninn? Gwyenth Paltrow með óskarsverðlunastyttu og Gwyneth Paltrow með titrara. Samsett mynd

Athafnakonan Gwyneth Paltrow nýtti kórónuveirufaraldurinn til þess að búa til kynlífstæki. Óskarsverðlaunaleikkonan kynnti nýverið titrara sem merki hennar Goop er nýbyrjað að framleiða. 

Paltrow birti mynd af sér á Instagram með titrarann. Í stað þess að taka nýja mynd með titrarann klippti hún hann inn á mynd sem var tekin af henni eftir að hún vann Óskarsverðlaunin árið 1999. Unaðstækið fer vel við bleika Ralph Lauren-kjólinn sem Paltrow klæddist á verðlaunahátíðinni fyrir rúmum 20 árum. 

Myndin og tilkynning Paltrow á samfélagsmiðlinum Instagram vakti mikla lukku meðal fylgjenda hennar. „Gwyneth Paltrow eyddi tímanum í heimsfaraldrinum til þess að búa til sinn eigin titrara,“ skrifaði listakonan Cleo Wade í sögu á Instagram og hrósaði stjörnunni. Paltrow endurbirti hrós Wade og sagðist hafa þurft að gera eitthvað við tímann. 

mbl.is