Forsetafrúin gefur skilnaðarráð

Dr. Jill Biden gaf Kelly Clarkson góð skilnaðarráð.
Dr. Jill Biden gaf Kelly Clarkson góð skilnaðarráð. Samsett mynd

Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna gaf tónlistarkonunni Kelly Clarkson góð skilnaðarráð í viðtali hjá henni í vikunni. Clarkson stendur nú í ljótum skilnaði við Brandon Blackstock. 

„Það sem ég myndi segja við þig ef ég væri mamma þín, mamma mín sagði þetta við mig: „Allt mun líta betur út á morgun. Ef þú getur tekið einn dag í einu, þá verða hlutirnir betri,““ sagði Biden. 

Clarkson sótti um skilnað síðastliðið sumar eftir sjö ára hjónaband. Í haust sagði hún að líf hennar væri smávegis ruslagámur. 

Biden þekkir það af eigin reynslu að ganga í gegnum skilnað. Hún var gift vertinum Bill Stevenson í fimm ár áður en hún kynntist Joe Biden Bandaríkjaforseta árið 1975. Jill og Joe giftust árið 1997. 

„Ef ég hefði ekki skilið, þá hefði ég aldrei kynnst Joe. Ég hefði ekki átt fallegu fjölskylduna sem ég á í dag,“ sagði Biden. Hún vonar að Clarkson muni líka finna sinn lífsförunaut.

„Ég held, Kelly, eftir því sem tíminn líður, ég veit ekki hversu langur tími það verður fyrir þig, ég held að tíminn muni lækna sárin og eitthvað mun koma þér á óvart. Og ég get ekki beðið eftir að sá dagur renni upp fyrir þér,“ sagði Biden. 

mbl.is