Einhleypir þurfa kynlíf á veirutíma

Nánd í gegnum kynlíf er nauðsynlegur þáttur af lífinu ef …
Nánd í gegnum kynlíf er nauðsynlegur þáttur af lífinu ef marka má sérfræðinga. mbl.is/Colourbox

Ef marka má Dr. Dharushana Muthulingam, rannsakanda læknadeildar Háskólans í Washington, þá er ekki mælt með því að þeir sem eru ógiftir eða ekki í sambandi haldi sig algjörlega frá því að stunda kynlíf á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á vef Vogue

„Kynlíf, nánd og náin samskipti er mikilvægur hluti af heilsu fólks og hefur áhrif á hvernig fólki gengur í lífinu. Við höfum nú þegar reynslu af þeirri leið að mæla með fráhaldi í lengri tíma þegar kemur að kynlífi. Það var á vissu tímabili í HIV-faraldrinum. Því fylgdi skömm, fordómar og feluleikur sem leiddi til þess að fólk fór óvarlega. Með því að opna á þá umræðu að fólk utan sambanda og hjónabanda muni vilja stunda kynlíf þá getum við verið með áreiðanlegar upplýsingar og aðstoðað fólk við að stunda kynlíf á öruggan hátt í faraldrinum. Fólk þarf að læra leiðir til að stunda kynlíf á ábyrgan hátt,“ segir Muthulingam.  

Hann mælir með því að fólk sem stundar kynlíf utan sambands láti athuga hvort það sé smitað af veirunni fimm til sjö dögum eftir að hafa stundað kynlíf með einstaklingi sem býr í öðru húsi og að sjálfsögðu er gott að fækka rekkjunautum talsvert. Eins er gott að muna að nota smokkinn, því kynsjúkdómar smitast nú líkt og áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál