Elskhuginn vill ekki fara frá kærustu sinni

Maðurinn vill ekki fara frá konu sinni.
Maðurinn vill ekki fara frá konu sinni. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Ég er svo pirruð á því að vera leynileg ástkona kærasta míns. Kynlífið er rosalegt en hann er fastur í langtímasambandi og segir að hann geti ekki verið með mér. Ég er þrítug og hef verið að hitta kærastann, sem er 32 ára, í tvö ár,“ skrifar kona í leynilegu ástarsambandi og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Hann er yndislegur og lætur mér líða svo vel á algjörlegan nýjan hátt. Hann endurtekur að ég sé ekki bara varaskeifa, að hann vilji vera með mér, en hann er fastur í sambandinu. Konan hans er 29 ára og hann segir að hann elski hana ekki og þau stunda aldrei kynlíf en hún getur ekki verið án hans og hann er hræddur við að fara frá henni.

Við hittumst ekki oft af því það er erfitt fyrir hann að finna tíma eða stað til þess að hitta mig en þegar við erum saman líður mér eins og við höfum alltaf verið saman. Við föllumst í faðma, segjum hvort öðru hversu mikið við söknum hvort annars og elskum hvort annað. Hann segist vilja framtíð með mér, kvænast og eignast börn með mér. Vinir mínir segja að ég sé heimsk að bíða eftir honum og hann muni aldrei fara frá konunni sinni. Þeir segja að hann sé að nota mig. Ég veit að það er ekki satt. Hann vill vita allt um mig og mitt líf og mér líður aldrei eins og hann sé að nota mig. Aðrir menn hafa boðið mér á stefnumót en ég segi alltaf nei. Þeir líta ekki jafnvel út og kærastinn minn né eru jafnáhugaverðir og fyndnir. Hann er sá eini fyrir mig og það að vera ekki með honum gerir út af við mig. Það eina sem ég vil er að loforð hans verði að veruleika en konan hans kemur í veg fyrir það.“

Konan vill eiga elskhuga sinn út af fyrir sig.
Konan vill eiga elskhuga sinn út af fyrir sig. mbl.is/Getty Images

Ráðgjafinn bendir konunni á að elskhugi hennar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar hann er í sambandi. Maðurinn er ekki móðir konu sinnar og spyr ráðgjafinn hvort maðurinn sé ekki bara að búa til afsakanir til þess að vera með þeim báðum. 

„Ef hann getur ekki farið frá henni þá gætir þú þurft að bíða það lengi að það gerist aldrei. Því lengur sem þetta er svona því sársaukafyllra verður sambandið og meiri vonbrigði fylgja því. Þú missir kannski af hjónabandi og þeirri fjölskyldu sem þig langar í,“ skrifar ráðgjafinn og ráðleggur konunni að gefa honum ákveðinn tíma til þess að fara frá konu sinni og skuldbinda sig almennilega. Ef það gerist ekki innan þess tíma ætti hún að hætta að hitta manninn.

mbl.is