12 merki um að ástin sé farin úr sambandinu

Þegar nándin er farin þá þarf að hugsa sambandið upp …
Þegar nándin er farin þá þarf að hugsa sambandið upp á nýtt. Shutterstock / Yuri Arcurs

Kynlífsfræðingurinn Tracy Cox leiðir fólk í allan sannleikann um þau hættumerki sem finnast þegar ástin er farin úr sambandinu. Það snýst ekki bara um hvort kynlífið sé farið úr sambandinu eða ekki. Stundum á kynlífið enga sök að máli.

1. Umhyggjan er farin

Ef makinn hefur aldrei verið mikið fyrir að sýna ást og umhyggju er ef til vill ekki ástæða til þess að óttast um afdrif sambandsins. Hins vegar ef makinn var eitt sinn mjög umhyggjusamur og nærgætinn og er nú fjarlægur þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur.

2. Breytt rútína

Ef þú hefur búið með makanum í einhvern tíma og þið hafið þróað saman ykkar sameiginlegu rútínu, t.d. að fá sér kaffi uppi í rúmi eða skiptast á að vaska upp, og allt í einu hættir það. Þá er það merki um að eitthvað sé í ólagi. Sérstaklega ef þessum sameiginlega tíma ykkar er fórnað fyrir nýtt áhugamál. 

3. Þeir forðast atlot frá þér

Þú ættir endilega að ræða málin við makann ef hann forðast faðmlög þín. Þetta gæti verið til marks um að eitthvað sé að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál