Sofa saman þrisvar sinnum fyrir hádegi

Suzanne Somers og Alan Hamel eru í fullu fjöri.
Suzanne Somers og Alan Hamel eru í fullu fjöri. Skjáskot/Instagram

Þótt leikkonan Suzanne Somers og eiginmaður hennar Alan Hamel séu á áttræðis- og níræðisaldri þýðir það ekki að slokknað sé á kynhvöt þeirra hjóna. Somers segir að þau stundi kynlíf oft á dag og stundum þrisvar sinnum fyrir hádegi. 

Somers hefur alltaf verið opin um kynlíf sitt og ræðir það reglulega í viðtölum.

„Á þessum tíma í lífinu heldur fólk að maður sé, þú veist, komin yfir hæðina, of miklar upplýsingar. En hvað er klukkan núna, um hádegi? Við erum búin að stunda kynlíf þrisvar sinnum í dag. Hvað er það við þennan tíma klukkan 4:30 á nóttunni, þegar hann er allt í einu þarna? Og ég segi: „Getum við kannski beðið eftir því að sólin komi upp?““ sagði Somers í hlaðvarpinu Heather Dubrow's World. 

Somers og Hamlin hafa verið gift frá árinu 1977 og segir Somers að samband þeirra hafi alltaf verið magnað. 

„Núna þegar við erum búin að ala upp börnin, þá erum við Al bara tvö saman. Við erum búin að borga fyrir háskólanámið, brúðkaupin og hjálpa þeim að koma undir sig fótunum. Núna eru það bara við. Og vá hvað það er skemmtilegt,“ sagði Somers.

Somers og Hamel eru búin að vera gift frá árinu …
Somers og Hamel eru búin að vera gift frá árinu 1977. Skjáskot/Instagram
mbl.is