Fékk lán hjá fjölskylduvini og veltir fyrir sér framhaldinu

Ljósmynd/Unsplash

Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu um konu sem tók lán hjá fjölskylduvini. 

Sæl.

Fyrir nokkru fékk ég lán hjá fjölskylduvini sem kemur fram á skattaskýrslu. Hún hefur haft á orði að við andlát hennar muni lánið falla niður ef það hefur ekki verið að fullu endurgreitt. Það er þó hvergi skjalfest, er ekki nauðsynlegt að skjalfesta það? Og mun ég þá þurfa að borga skatt af eftirstöðvum?

Kv. AA

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl AA.

Annars vegar þarf að taka það fram í lánaskjalinu eða viðauka við það ef eftirstöðvar falla niður miðað við einhvern viðburð í framtíðinni. Hvað varðar skattalega vinkilinn hins vegar þá myndi slík eftirgjöf teljast til skattskyldra gjafa samkvæmt tekjuskattslögum en það eru einungis tækifærisgjafir sem geta talist undanþegnar tekjuskatti.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál