Ástfangin með enga kynhvöt

Ung kona elskar kærasta sinn en hefur ekki mikinn áhuga …
Ung kona elskar kærasta sinn en hefur ekki mikinn áhuga á kynlífi. mbl.is/Getty Images

„Ég er tvítug og hef verið með kærasta mínum í næstum því tvö ár. Ég elska hann svo mikið og sakna hans stanslaust þegar við hittumst ekki vegna kórónuveirunnar. Þegar ég hitti hann hins vegar langar mig ekki að stunda kynlíf. Mig langar bara að kúra allan daginn. Ég þoli ekki þegar hann byrjar að kyssa mig af því ég veit að hann vill stunda kynlíf. Ég nýt þess ekki og mér líður illa yfir því að eiga aldrei fumkvæðið. Að lokum geri ég það til þess að klára. Ég skil bara ekki tilganginn. Ég fæ aldrei fullnægingu og núna nýt ég þess ekki að vera nakin eða vera snert. Þrátt fyrir þetta kemur okkur svo vel saman og ég sé okkur saman í framtíðinni,“ skrifar ung kona sem hefur enga löngun til þess að stunda kynlíf og leitar ráða hjá Pamelu Stephenson Connelly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn segir það mistök að stunda kynlíf þegar hún hefur ekki löngun til þess. Ráðgjafinn bendir á að hún eigi rétt á tilfinningum sínum. Unga konan ætti ekki að hunsa tilfinningar sínar til þess að geðjast öðrum. Hennar tilfinningar eru jafn mikilvægar og kynferðislegar þarfir kærastans. 

„Það er líka mikilvægt að komast að almennu áhugaleysi á kynlífi. Margt fólk finnur fyrir minni kynhvöt núna vegna hræðslu tengdri kórónuveirunni, kvíða og þunglyndi. En ef þú hefur aldrei haft áhuga á honum og áhugaleysi á kynlífi með honum heldur áfram getur það verið merki um að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir þig. Eða tími hjá fagmanneskju gæti gagnast þér.“

Konan hefur ekki áhuga á kynlífi.
Konan hefur ekki áhuga á kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is