Dagbjört er búin að vera edrú í 16 mánuði

Dagbjört Rúriksdóttir er gestur hlaðvarpsþáttarins, Það er Von.
Dagbjört Rúriksdóttir er gestur hlaðvarpsþáttarins, Það er Von.

Dagbjört Rúriksdóttir er gestur í hlaðvarpinu Það er von. Hún er söngkona og keppti einu sinni í fegurðarsamkeppni. Í hlaðvarpinu er talað um vegferð fólks sem hefur átt við fíknivanda að stríða og aðstandendur þess. Dagbjört hefur verið edrú í 16 mánuði og segir hún frá því hvaða áhrif áföll höfðu á hana þegar hún var barn. Hún talar um þróunina frá breezer á busaballi FÁ yfir í að koma sér í aðstæður þar sem hún næstum prófaði efni sem hún ætlaði sér aldrei að prófa. Það leið ekki á löngu þar til hún hafði lent í alls kyns áföllum meðan hún var með þráhyggju fyrir áfengi og öðrum hugbreytandi efnum. Ótrúlegustu aðstæður urðu til þess að hún varð edrú en hún endaði djammið rétt eftir bingó hjá Siggu Kling.

„Ég fæddist ekki óttaslegin. Mér leið alltaf vel. Ég þurfti ekki að deyfa mig. En ég upplifði mig alltaf eins og geimveru þegar ég var í herbergi með venjulegu fólki. Rótin mín er að líða eins og ég sé ekki nóg,“ segir Dagbjört í hlaðvarpinu.

Hún talar einnig um að hún hafi stundum yfirfært fíknina á eitthvað annað svo sem stráka og mögulega föt sem komast ekki einu sinni fyrir inni í herberginu hennar. Dagbjört, sem gengur undir listamannsnafninu Día, er svo sannarlega litrík, lifandi og skemmtileg stelpa sem nýtir reynslu sína til að semja tónlist, texta og gera myndbönd.

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál