Nær ekki að fullnægja kærustunni nógu vel

Kærasta mannsins segir að hann nái ekki að fullnægja henni …
Kærasta mannsins segir að hann nái ekki að fullnægja henni jafn vel og fyrrverandi kærastar hennar hafi gert í gegnum tíðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Ungur karlmaður í sambandi finnur fyrir mikilli vanmáttarkennd eftir að kærasta hans til sex mánaða sagði honum að hann næði ekki að fullnægja henni jafn vel og fyrrverandi kærastar hennar. Hann leitar hjálpar hjá ráðgjafa The Guardian.

„Ég er 27 ára gamall karlmaður og búinn að vera í sambandi með konu sem ég dýrka á allan hátt í sex mánuði. Þetta er eiginlega búið að vera svona ástfangin-við-fyrstu-sýn-ævintýri hingað til og án efa eitt það þýðingarmesta og besta samband sem ég hef verið í. Nema hvað viðkemur kynlífi. Hún hefur mun meiri kynlífsreynslu en ég og hefur verið opinská og heiðarleg um að henni finnst ég ekki fullnægja henni jafn vel og fyrrverandi kærastar hennar. 

Ég verð oft kvíðinn og stressaður út af kynlífi okkar og lendi oft í því að ég næ ekki að halda fullri reisn eða hef sáðlát of snemma. Þetta hefur leitt það af sér að ég finn fyrir mikilli vanmáttarkennd, skömm og finnst ég vera minni maður. Ég er meira að segja farinn að forðast það að stunda kynlíf með henni. Þetta eru vandamál sem lemja á minni brotnu sjálfsmynd, sem ég er að reyna að bæta hjá þerapista,“ skrifaði maðurinn. 

Pamela Stepehnson Connolly svarar:

„Skildu ævintýrin eftir þar sem þau eiga heima – á bókahillunni. Eða endurskrifaðu ævintýri fyrir sjálfan þig þar sem þú getur gengist við vanköntum þínum og maka þíns, og nálgast vandamálið á raunhæfan hátt saman. Raunverulegur maki, sem elskar þig raunverulega, ber þig ekki saman við fyrrverandi kærasta sína á óraunhæfan hátt. Mundu að þú átt skilið að vera metinn að verðleikum og finna fyrir stuðningi, ekki gefa neinn afslátt af því. Af því sem þú sagðir mér, þá er hættan sú að þú sért að mistúlka venjulega hluti, eins og að halda ekki fullri reisn af og til, til að styðja við skekkta hugmynd þína um sjálfan þig. Kynlíf á að vera skemmtilegt, en markmið þitt virðist vera orðið að setja upp góða sýningu og keppa við fyrrverandi kærasta hennar. Þessi nálgun mun ekki skila þér árangri. Hentu öllum markmiðum í ruslið og leyfðu sjálfum þér að veita og þiggja unað,“ skrifar Connolly.

mbl.is