Fengu hús í fyrirframgreiddan arf en vilja selja það

Gus Ruballo/Unsplash

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi fyrirframgreiddan arf. 

Sæl.

Börn foreldra sinna fengu hús í fyrirframgreiddan arf fyrir rúmu ári. Búið er að greiða erfðafjárskatt af eigninni. Nú eru báðir foreldrar fallnir frá og þá er spurning hvort greiða þurfi söluhagnað af húsinu verði það selt innan tveggja ára frá því að það var fært yfir á nöfn erfingjanna?

Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir svar,

Jóna. 

Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl Jóna. 

Hafi skattaðili/arftaki eignast íbúðarhúsnæði við arftöku, þar með talda fyrirframgreiðslu arfs, gildir samanlagður eignartími arfleiðanda (hér foreldranna) og arftaka (barnanna). Hafi íbúðarhúsnæðið verið í eigu foreldra og barna í dæmi þessu í tvö ár eða meira er ekki söluhagnaður af eigninni við sölu.

Kær kveðja, 

Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is