Hvað gerist ef ég sel íbúðina og fer að leigja?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort það sé hagkvæmara fyrir …
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort það sé hagkvæmara fyrir hana að selja íbúðina sína og fara að leigja. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er komin á eftirlaunaaldur og veltir fyrir sér hvort hún eigi að fara að leigja. 

Sæl Vala. 

Ég er komin á eftirlaunaaldurinn. Hvernig stend ég fjárhagslega ef eg sel íbúðina mína og leigi þau ár sem eftir eru? Þarf ég að borga skatta af sölunni? Fæ ég áfram þær sömu eftirlaunagreiðslur sem ég hef í dag?

Kveðja, 

BB

Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl.

Sala á íbúð til eigin nota er ávallt undanþegin tekjuskatti enda hafi seljandi átt íbúðina í að minnsta kosti tvö ár. Hvað varðar greiðslu ellilífeyris þá skerðist hann einungis ef um er að ræða skattskyldar fjármagnstekjur, sem er ekki í þessu tilviki.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is