Sakar ekki að fá hjálp í svefnherberginu

Tom Jones.
Tom Jones. AFP

Tónlistarmaðurinn Tom Jones er áttræður og ekki dauður úr öllum æðum. Jones segist vera með rödd á við þrítugan mann en þegar kemur að því að standa sig í svefnherberginu segist hann njóta góðs af Viagra. 

Sex Bomb-söngvarinn sem varð áttræður í fyrrasumar var spurður út í kynlífið í hlaðvarpsþætti. „Það er allt í lagi enn sem komið er. Það er alltaf Viagra. Smá hjálp hér og þar sakar ekki.“

Þáttastjórnandinn benti á að áttræður maður þyrfti ekki að skammast sín fyrir að nota stinningarlyfið. Fólk þyrfti að gera það sem það þyrfti að gera. Jones var sammála því. 

mbl.is