„Ég ruddist inn í partý og sló hættulega menn“

Inda Björk Alexandersdóttir er gestur hlaðvarpsins, Það er von.
Inda Björk Alexandersdóttir er gestur hlaðvarpsins, Það er von. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Inda Björk Alexandersdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti hlaðvarpsins Það er von. Inda er aðstandandi einstaklinga með fíknisjúkdóma. Hún ólst upp móðurlaus en móðir hennar féll fyrir eigin hendi þegar Inda var ungbarn en þá hafði móðirin verið í mikilli neyslu. Inda segir frá því að orsök móðurmissis hafi verið leyndarmál og slík mál ekki rædd í þá daga.

„Ég er orðin 18 eða 19 þegar ég kemst að því hvernig móðir mín deyr,“ segir Inda.

Eiginmaður Indu hefur verið í bata frá fíknisjúkdóm frá árinu 1997.

„Hann er leiðinlegasti alkinn í heimi, þegar hann er í því,“ segir hún um manninn sinn.

Elsti sonur Indu glímir einnig við fíknsjúkdóminn og hefur gert í nokkur ár. Inda tjáir sig opinskátt um tilfinningar sem fylgja því að eiga barn í neyslu, hún ákvað að verða klikkaða mamman og vonaði að enginn vildi dópa með syni hennar.

„Ég ruddist inn í partý og sló hættulega menn,“ segir hún í viðtalinu.

Eðlilegt er að upplifa allskonar tilfinningar og sveiflur í tengslum við neyslu ástvina sinna og segir Inda okkur frá því þegar ástandið var svo slæmt að hún gekk Helgafelliið í Hafnarfirði alla daga að vetri til, sama hvernig viðraði.

„Ég stóð uppi á fellinu, horfði yfir ljósin í borginni og hugsaði með mér: „ég veit ekki hvar sonur minn er“,“ segir hún.

Inda ásamt fleirum sendu son hennar í meðferð, bæði hér heima og í Svíþjóð. Eftir eina meðferð í Svíþjóð kom sonur hennar heim og féll, það tók ekki langan tíma, sem betur fer.

Inda segir opinskátt og heiðarlega frá tilfinningum sínum og því sem fylgir því að vera aðstandandi og muninum sem hún upplifði að vera maki og svo móðir einstaklinga með fíknisjúkdóm.

Smelltu HÉR til að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsvef mbl.is. 

Inda Björk er viðmælandi þessa vikuna í hlaðvarpinu, Það er …
Inda Björk er viðmælandi þessa vikuna í hlaðvarpinu, Það er von. Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún halda úti hlaðvarpinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál