„Sjóðandi heitt“ kynlíf lykillinn að löngu hjónabandi

Candace Cameron Bure og Valeri Bure hafa verið gift í …
Candace Cameron Bure og Valeri Bure hafa verið gift í 25 ár í júní. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Candace Cameron Bure segir að lykillinn að næstum því 25 ára löngu hjónabandi hennar og Valeri Bure sé sjóðandi heitt kynlíf. Hjónin fagna 25 ára brúðkaupsafmæli sínu í júní.

„Ég held það sé mikilvægt. Þú verður að leggja vinnu í þetta. Það verður auðveldara að taka hvort öðru sem gefnum hlut eftir því sem þið hafi verið lengur saman. Maður þekkir hvort annað svo vel að maður gleymir því, þannig að maður verður að halda hlutunum heitum. Ég elska það. Við eiginmaður minn gerum það,“ sagði Cameron Bure í viðtali við Daily Blast í vikunni. 

„Gerið eitthvað óvænt. Liggðu öðruvísi en þú liggur vanalega. Þá verður hann bara vá. Þú kemur honum á óvart,“ sagði leikkonan. 

Cameron Bure var gagnrýnd af samfélagi kristinna í september á síðasta ári þegar hún birti mynd af þeim hjónum þar sem hann hélt um brjóst hennar. Þrátt fyrir gagnrýnina kom Cameron Bure hreint fram og sagði kynlíf vera heilbrigðan hluta af sambandi. 

„Ég er búin að vera gift í 24 ár. Ég er kristin, eiginmaður minn er kristinn og ég er virkilega stolt af því að við höfum verið gift í 24 ár. Og sú staðreynd að við höfum enn gaman, við döðrum við hvort annað, það er ástæðan fyrir því að hjónabandið okkar gengur upp,“ sagði Cameron Bure þá.

mbl.is