Ef fólk hatar hvort annað fær það ekki annan tíma

Dr Ruth er með góð ráð fyrir þá sem nenna …
Dr Ruth er með góð ráð fyrir þá sem nenna að hlusta. mbl.is/Instagram

„Ekki bíða með að koma þangað til þið hatið hvort annað,“ segir kynlífsráðgjafinn Dr. Ruth Westheimer. „Því ef þið komið hingað og hatið hvort annað, þá gef ég ykkur ekki annan tíma heldur sendi ykkur áfram til lögmanns. Ég segi það sama við fólk sem er í virkri forðun, ásakandann og fórnarlambið,“ segir hún. 

„Það er svo ótrúlegt hvað fólk er duglegt að sjá hvað makinn gerir illa í stað þess að horfa í eigin barm og gera sjálfur betur. Það er aldrei hægt að breyta öðru fólki. Við getum bara breytt okkur og ef þig langar að upplifa betra kynlíf þá þarft þú að gera eitthvað í málunum. Ekki að spá í því hvað hinn er að gera eða ekki að gera,“ segir hún.  

Dr. Westheimer telur margt hægt að gera á sex mánuðum en einungis ef báðir aðilar eru tilbúnir að vera í sambandi og að líta í eigin barm. 

WebMD

mbl.is