Hélt fram hjá með vinahjónum

Konan hélt fram hjá með vinahjónum þeirra.
Konan hélt fram hjá með vinahjónum þeirra. mbl.is/Colourbox

„Þar sem ég er búinn að láta taka mig úr sambandi fékk ég áfall þegar ég fann óléttupróf í ruslatunnunni inni á baði. Svo komst ég að því að eiginkona mín svaf hjá vinkonu sinni og eiginmanni hennar. Konan mín er 38 ára og ég er fertugur. Hún er sú villta í sambandinu og við skemmtum okkur mikið saman. Hún hefur alltaf talað um löngun sína til að sofa hjá annarri konu en ég hélt að það væri bara fantasía,“ skrifar ráðvilltur maður og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Þegar heimsfaraldurinn skall á vorum við bæði heima og nutum þess að stunda meira kynlíf en hún vildi sofa hjá einhverjum öðrum. Hún fer að hjóla með vinkonu sinni og mælir hjólatímann í smáforriti og hann birtist á Facebook en hún er alltaf mun lengur úti en mælirinn sýnir. Vinkona hennar er í opnu hjónabandi og ég veit að hún og maðurinn hennar stunda kynlíf með öðrum.

Mig grunaði að eitthvað væri í gangi svo ég spurði konuna mína, sem játaði að hafa haldið fram hjá mér og stundað kynlíf með vini. „Stundaðir þú kynlíf með vinkonu þinni eða eiginmanninum? „Vinkonunni. Það er sannleikurinn,“ svaraði hún. Ég fór á barinn til að hugsa málið. Þegar ég kom heim beið hún eftir mér í rúminu og viðurkenndi að eiginmaður vinkonu hennar hefði horft á þær. Ég vissi að eitthvað meira hefði gerst. Að lokum játaði hún að hafa stundað kynlíf með honum líka. Hún sagði kynlífið með konunni ekki hafa verið jafngott og hún ímyndaði sér og vill að við höldum áfram með lífið. Hvernig get ég treyst henni?“

Konan vill að maðurinn fyrirgefi sér.
Konan vill að maðurinn fyrirgefi sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segist fá fjölda bréfa frá fólki sem heldur að það komist ekki yfir framhjáhald. Sumir gera það hins vegar. Eitthvað gæti hafa vantað í samband þeirra og mætti mögulega rækta sambandið betur. „Gerið þið eitthvað saman? Gætuð þið farið að hjóla saman og ræktað heilsuna á meðan? Pör tengjast stundum betur og stunda betra kynlíf eftir áfall eins og framhjáhald. Það skiptir ekki máli hvort haldið sé fram hjá með karli eða konu, það er alltaf framhjáhald. Það góða er að konan þín segir að fantasían hafi ekki verið eins góð og hún ímyndaði sér, þú ert það eina sem hún vill. Ef hún stundaði óvarið kynlíf þarf hún að fara í kynsjúkdómapróf.“

mbl.is