Betra að skilja en að halda fram hjá

Leikkonan Megan Fox leikur í kvimyndinni Till Death.
Leikkonan Megan Fox leikur í kvimyndinni Till Death. mbl.is/AFP

Megan Fox segir að nýjasta kvikmynd hennar Till Death hafi kennt henni að það sé betra að skilja fyrst og síðan vera með öðrum en að halda fram hjá. Kvikmyndin er væntanleg í kvikmyndahús víðs vegar um heiminn í júlí.

„Ég er ekki viss um hver skilaboðin eru en kvikmyndin kennir manni ýmislegt um sambönd. Ef maður skilur ekki áður en maður er með einhverjum öðrum þá getur maður endað handjárnaður við dauða persónu,“ segir Fox. 

Söguþráður kvikmyndarinnar er sá að Emma sem Fox leikur vaknar handjárnuð við dauðan eiginmann sinn í afskekktu húsi sem þau eiga úti á landi. Hún þarf að berjast við morðingja sem eiginmaður hennar hefur ráðið til illra verka. 

Megan Fox birti á samfélagsmiðlum sínum kynningu á kvikmyndinni þar sem hún segir myndina góða fyrir þá sem vilja læra leiðir til að flýja eitruð sambönd. 

„Þú verður að vera meðvituð um eigin þarfir og langanir og fjarlæga egó-ið þitt út úr samböndum sem er eins og við vitum ævilangt ferli að fara í gegnum. Til að elska annað fólk þar sem það er hverju sinni krefst þess að vera ekki sjálfmiðaður. Við megum ekki reyna að breyta öðru fólki eða setja okkar eigin óöryggi á aðra. Til að sambönd virki verðum við að vera góðir hlustendur.“

ET 

View this post on Instagram

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál