Kærastinn getur ekkert í rúminu

Konan hefur átt nokkra elskhuga en kærastinn ekki.
Konan hefur átt nokkra elskhuga en kærastinn ekki. mbl.is/Thinkstockphotos

„Feimni kærastinn minn missti sveindóminn með mér og það voru algjör vonbrigði. Nú er ég að pæla í því hvort ég ætti að gefa honum annað tækifæri eða hætta með honum. Hann er 24 ára, mjög feiminn og óreyndur. Ég er 27 ára og hef sofið hjá sex mönnum. Við höfum verið að hittast í tvo mánuði,“ skrifar kona með óreyndum manni og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Okkur kemur vel saman og hann er ljúfur og umhyggjusamur en þegar við stunduðum kynlíf var það leiðinlegt. Ég fann ekki fyrir neinu, ég hreyfði mig bara. Hann var svo óöruggur, hann spurði í sífellu hvort hann væri að gera allt rétt, sem var ekki æsandi. Ég er vön að vera með mönnum sem vita hvað þeir eru að gera og eru með aðeins meira sjálfstraust bæði fyrir utan svefnherbergið og innan þess. Kannski verður hann betri með reynslunni en ég veit ekki hvort það er sanngjarnt að reyna að breyta honum. Ég vil ekki særa hann svo kannski væri betra að hætta með honum áður en meiri alvara færist í leikinn.“

Ráðgjafinn bendir konunni á að mjög fáir séu góðir í kynlífi án allrar reynslu. Hún segir erfiðara að finna gott fólk sem manni líður vel með en gott kynlíf. 

„Kannski á hann skilið tækifæri til þess að efla sjálfstraustið. Hver getur sagt til um að með smá æfingu verði hann ekki frábær elskhugi? Hjálpaðu honum með því að sýna honum hvað þér finnst gott svo kynlífið verði gott fyrir ykkur bæði. Næst verður það örugglega betra.“

Kærastinn er reynslulítill miðað við konuna.
Kærastinn er reynslulítill miðað við konuna. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál