Stærstu mistökin í svefnherberginu

Forleikur skiptir miklu máli.
Forleikur skiptir miklu máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Bólfimi snýst ekki um bestu stellingarnar eða best byggða líkamann. Það skiptir öllu að hugsa um unað bólfélaga, setja símann ofan í skúffu og jafnvel henda hundinum fram í forstofu. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fór yfir á vef Daily Mail hvað ætti alls ekki að gera ef fólk vill stunda gott kynlíf með öðru fólki. 

Sjálfselska

Það er ekki gott að eiga elskhuga sem hugsar bara um eigin fullnægingu en gerir ekkert til þess að hinn fái eitthvað út úr kynlífinu. Þetta á það til að trufla konur. Það er heldur ekki vinsælt að ætlast til þess að stunda mikið kynlíf en vera alveg sama um forleik. Að spyrja hvort bólfélagi sé búin að fá fullnægingu er ekki vinsæl spurning. 

Vond líkamslykt

Svitalykt gerir kynlífið sjaldan betra. Það er heldur ekki vinsælt að leysa vind enda getur prumplykt verið einstaklega slæm. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að reka við af og til en það er ekkert kynþokkafullt við mann sem rekur ítrekað við í rúminu. 

Flýta sér

Cox leggur áherslu á að forleikur sé ekki lúxus í tilviki kvenna heldur nauðsynlegur. Það er ekki gott þegar reynt er að fá konur til þess að flýta sér að hefja samfarir í stað þess að dvelja lengi í forleik. Ef forleik er sleppt eru meiri líkur á sársauka og minni á unaði. 

Í keppni við klukkuna

Það kann að vera kynþokkafullt af og til að taka einn stuttan. Það er hins vegar ekkert sérstaklega gott að þurfa að horfa á klukkuna meðan á leik stendur. Það sendir ekki mjög ástríðufull skilaboð til maka að kynlífið þurfi að klárast áður en börnin komi heim eða þegar maturinn er tilbúinn. Það tekur gagnkynhneigðar konur að meðaltali tæpar 14 mínútur að fá fullnægingu. 

Ekki vera í símanum í rúminu.
Ekki vera í símanum í rúminu. Ljósmynd / Getty Images

Síminn

Það er ekki beint spennandi þegar þú opnar augun og sérð að bólfélagi þinn er að gjóa augunum á skilaboð sem hann var að fá í símann sinn. Einn af hverjum tíu kíkir á símann sinn meðan á kynlífi stendur. 

Of mikið tal

Öllu má ofgera. Margir hafa misst áhuga á kynlífi af því að bólfélagi er of upptekinn af dónatali. Fólk á það bæði til að tala of dónalega og hreinlega tala of mikið. 

Niðrandi ummæli

Niðrandi ummæli eru aldrei í lagi og gagnast ekkert betur í svefnherberginu en annars staðar. 

Of mikil læti

Bólfélagi sem gefur ekki frá sér eina einustu stunu er ekki frábær. Bólfélagi sem stoppar hins vegar ekki og vekur alla nágrannana er með of mikil læti. Er kynlífið virkilega svona gott?

Alltaf að breyta um stellingu

Það getur verið merki um óöryggi eða sýniþörf að vera alltaf að skipta um stellingu. Að mati Cox er alveg nóg að skipta einu sinni eða tvisvar um stellingu. Ef fólk ætlar að skipta um stellingu í þriðja skiptið ætti það að spyrja af hverju. 

Gæludýr

Hundurinn þarf ekki alltaf að vera í sama herbergi og eigandi hans.

Það er allt í lagi að vera með læti en …
Það er allt í lagi að vera með læti en of mikil læti eru skrítin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál