Kynlíf í brjóstahaldara óraunverulegt

Shailene Woodley.
Shailene Woodley. AFP

Hollywoodstjarnan Shailene Woodley finnst lítið mál að koma fram í nektarsenum svo lengi sem það er gert á réttum forsendum og við réttar aðstæður. Kona sem stundar kynlíf í brjóstahaldara í bíómynd er ekki venjuleg kona að mati Woodley. 

„Mér hefur aldrei þótt óþægilegt að taka upp náin atriði af því ég er mjög hávær,“ sagði Woodley í viðtali við Hollywood Reporter. Hún segist setjast niður með leikstjóranum og mótleikara. Spurningar á borð við hvort nektin sé nauðsynleg, hvort hún trufli eða bæti einhverju við eru henni mikilvægar. „Við vitum hver mörkin eru. Ég hef aldrei verið í aðstæðum þar sem þetta hefur ekki verið virt.“

Raunveruleiki skiptir hana meira máli en að reyna hylja líkamann. „Oft sérðu fólk stunda kynlíf og konan er í brjóstahaldara en ég held að ég hafi aldrei stundað kynlíf í brjóstahaldara, eða mjög, mjög sjaldan,“ sagði Woodley. 

mbl.is