Er hann sá rétti?

Er nýji kærastinn eða kærastan rétti makinn fyrir þig?
Er nýji kærastinn eða kærastan rétti makinn fyrir þig? mbl.is/Pexels

Það getur verið vandasamt í upphafi sambands að átta sig á hvort viðkomandi sé framtíðarmaki þinn eða aðeins stuttur kafli í bók lífs þíns. Í byrjun sambands er allt svo fallegt og skemmtilegt að maður kemur kannski ekki auga á það sem virkilega skiptir máli. Hér eru nokkur merki sem geta gefið til kynna að sambandinu sé ætlað að verða langtímasamband.

Samskiptin eru góð

Þér finnst þú geta talað um tilfinningar þínar og finnur fyrir því að það er hlustað á þig. Það er svo margt til að tala um og samtöl sem krefjast ekki mikillar orku fylla dauðu stundirnar. Það eru þagnir þar sem ykkur líður vel og þurfið ekki að tala um neitt. 

Þið finnið fyrir mikilli nánd

Ykkur líður eins og þið gangið algjörlega í takt hvort við annað. Smá snerting, augnaráð og orð sem þið njótið inn að beini. Augnablik sem eru svo full af nánd að það er eins og ekkert annað skipti máli.

Þið skemmtið ykkur

Þið getið bæði slakað á og skemmt ykkur saman. Þið getið gert ykkur að fífli fyrir framan hvort annað og leikið ykkur eins og börn. 

Traust

Þið treystið hvort öðru 100% og hafið ekki neinar áhyggjur af því hvar hin manneskjan er eða með hverjum. Þið getið bæði deilt öllu úr fortíð ykkar, tilfinningum og draumum og það eru engin leyndarmál. Ef það kæmi upp vandamál hefur þú fulla trú á að þið getið leyst úr því saman.

mbl.is