Nýi hjásvæfillinn er of stór: hvað er til ráða?

Málband.
Málband. Ljósmynd/Wikipedia

Ég er 66 ára gömul. Það eru 11 ár síðan ég skildi eftir 30 ára hjónaband. Eiginmaður minn fór frá mér til þess að búa með konunni sem hann hafði haldið við, en hjónaband okkar hafði ekki verið gott í nokkur ár og kynlífið svo gott sem gufað upp.

Ég á karlkyns vin sem er jafngamall mér og við erum aðeins meira en bara vinir. Nema það, það gengur svolítið illa. Hann kemst ekki inn í mig. Annaðhvort hef ég skroppið saman eða hann er bara stór strákur (eftir að hafa verið trú eiginmanni mínum í 39 ár er ég ekki sérfræðingur í typpastærðum). 

Þetta vandamál kemur illa við mig og mér finnst ég ekki vera nóg. Við erum samt góð í að fullnægja hvort öðru á annan hátt, en svo virðist sem annað sé ekki í boði. Áður en ég fer til læknis spyr ég því: hvað er ég að gera vitlaust?“ skrifar kona sem á við stórt vandamál að glíma til ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Þú ert ekki að gera neitt rangt. Í rauninni er það magnað að þú skiljir og njótir þess að stunda kynlíf án þess að getnaðarlimur fari inn í píku. Sumir karlmenn með stærri getnaðarlim en venjulegt er eiga erfitt með að finna sér maka sem koma til móts við þá, en það er ekki víst að vinur þinn sé í þeim hópi. Eftir fráhald í langan tíma, og líka þegar hormónaflæðið er minna, upplifa sumar konur rýrnun sem kemur í veg fyrir að typpi af hvaða stærð sem er komist inn. 

Prófaðu að leika við sjálfa þig og fróa þér létt (með sleipiefni). Það gæti hjálpað þér að skilja hvernig landið liggur. En ef þig langar að kynlíf í gegnum leggöng verði aftur þægileg mæli ég með því að fara til læknis sem gæti hjálpað þér. Hefðbundin meðferð er til dæmis hormónameðferð, kynlífsþjálfun og píkuþjálfun,“ segir Connolly í svari sínu.

mbl.is