Er sniðugt að stunda kynlíf með vini?

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Mörg pör verða vinir áður en ástin kviknar. Það getur verið besta hugmynd í heimi að byrja með góðum vini. Á sama tíma getur samband með gömlum vini verið flókið, vandræðalegt og erfitt. Kynlífið er ekki undanskilið í þessum efnum. 

Að stunda kynlíf með vini er því stór kostur. Það felast hins vegar nokkrir gallar í því líka að sögn kynlífsráðgjafans Tracey Cox á vef Daily Mail. 

Kynlífið getur verið vandræðalegt

Ef fólk er ekki vant að snerta hvort annað á rómantískan hátt getur verið skrítið að byrja á því allt í einu. Þegar fólk stundar í fyrsta skipti kynlíf með ókunnugri manneskju er það ekki jafn tilfinningaþrungið. 

Mikil pressa

Það er mikið í húfi ef þú stofnar allt í einu til ástarsambands með manneskju sem þér þykir vænt um og átt í vinasambandi við. Hvað ef þið passið ekki saman? Hvað gerist ef kynlífið er glatað?

Frammistöðukvíði

Fyrstu skiptin geta verið stressandi. Cox bendir hins vegar á að þetta sé eðlilegt og eftir nokkur skipti nái fólk að slaka á. 

Kynlíf með vini er flókið en getur líka verið gott.
Kynlíf með vini er flókið en getur líka verið gott. mbl.is/Colourbox

Það er ekki bara vandræðalegt, lítil spenna og flókið að stunda kynlíf með gömlum vini. Cox heldur því fram að það fylgi því ákveðin leyndardómur að stunda kynlíf með gömlum vini. Sum pör segja að þrátt fyrir vináttuna sé eins og um algjörlega nýtt samband sé að ræða. Ástríðan er ekki minni þrátt fyrir að fólk hafi þekkst lengi. Pör sem byrja sem vinir eru líklegri til þess að vera fljótari til þess að sýna fyrr hver þau eru í raun og veru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál