Neitaði bónorði fyrir framan þúsundir manna

Rómantískt bónorð
Rómantískt bónorð Ljósmynd/Unsplash

Ung kona neitaði bónorði kærasta síns þar sem þau voru áhorfendur á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum á dögunum. Atvikið náðist á mynd og hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. 

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrirfinnast karlmenn sem halda því fram að það sé ákaflega rómantískt að biðja kærustur sínar að giftast sér á stórum íþróttaviðburðum. Þetta höfum við margoft séð í leikhléum og yfirleitt leitar bónorðið á risaskjá íþróttaleikvangsins. Undantekningarlaust er svarið við spurningunni „já“ og þá kannski með fyrirvara, enda talsvert auðveldara að segja já frekar en nei undir pressu frá tugþúsundum áhorfenda.

Það gerðist hins vegar á dögunum í Massachusettsríki í Bandaríkjunum á hafnaboltaleik að kona neitaði bónorði kærasta síns frammi fyrir fjölda áhorfenda á leik Worchester Red Sox. Konan sést hlaupa burt frá kærastanum sínum, sem situr eftir haldandi á trúlofunarhring. Á myndbandsupptökunni heyrist í konunni segja „ég get þetta ekki, ég get þetta ekki“ þegar hún hleypur burt frá honum. mbl.is