Bestu útilegustellingarnar

Á að stunda kynlíf í tjaldi um helgina?
Á að stunda kynlíf í tjaldi um helgina? lLjósmynd/Colourbox

Hvort sem fólk ætlar að tjalda á tjaldstæði eða í garðinum heima henta sumar stellingar betur en aðrar í tjaldi. Það getur aukið spennuna að vita af fólki í næsta tjaldi eða jafnvel að opna litla kúlutjaldið. Cosmopolitan tók saman nokkrar góðar stellingar fyrir útileguna. 

Ofan á svefnpokum

Áður en svefnpokar eru teknir úr pokunum er um að gera að hita tjaldið aðeins upp með smá kynlífi. Mælt er með því að gagnkynhneigð pör prófi að breyta hinni hefðbundnu trúboðastellingu þannig að konan liggi ofan á svefnpokum sem á eftir að rúlla út. Ákveðin sveigja kemur á líkamann sem breytir tilfinningunni. 

Inni í svefnpoka

Rennið svefnpokunum ykkar saman og liggið á hlið, eins og tvær skeiðar sem snúa í sömu átt. Í þessari stellingu er um að gera að fara hægt og muna að hafa hljóð svo hinir á tjaldstæðinu heyri ekki til. 

Horft í augu bólfélaga

Hér er ekki þörf á því að vera inni í svefnpoka. Bólfélagarnir eru á hlið en ólíkt stellingunni að ofan horfast þeir í augu. Mælt er með því að stoppa af og til. 

Opnaðu tjaldið

Í stellingunni liggur konan á maganum og maðurinn ofan á og er mælt með því að opna tjaldið. Ekki er endilega mælt með því að gera þetta á fjölmennu tjaldsvæði um verslunarmannahelgi á Íslandi. 

Vindsængin

Konan er á grúfu en maðurinn á hnjánum fyrir aftan hana. Aðalspennan er að halda jafnvægi á vindsænginni og finna hvaða áhrif vindsængin hefur á kynlífið.

Það þarf ekki alltaf að vera uppi í rúmi til …
Það þarf ekki alltaf að vera uppi í rúmi til þess að stunda kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is