Móðir Zoe trúlofuð þegar faðirinn náði í hana

Stílistinn Rachel Zoe þykir með einstakan smekk þegar kemur að …
Stílistinn Rachel Zoe þykir með einstakan smekk þegar kemur að fatnaði. mbl.is/AFP

Tískumógúllinn Rachel Zoe er þekkt fyrir að klæða fræga fólkið á rauða dreglinum. Hún hefur einnig hannað sína eigin fatalínu og verið með raunveruleikaþátt svo eitthvað sé nefnt. Eiginmaður hennar til þrjátíu ára, bankamaðurinn Rodger Berman, hefur nú lagt feril sinn á hilluna til að byggja upp viðskiptaveldi þeirra hjóna og á hlaðvarpsþátturinn Works For Us nú hug þeirra allan.  

Þótt Zoe og Berman séu ekki menntaðir sérfræðingar í samböndum eru þau sérfræðingar í að láta sambönd ganga. Þau eiga langt samband saman og eiga marga góða vini sem þau hafa átt í lengri tíma. Þema hlaðvarpsins er náin sambönd og samskipti og er áhugavert að sjá hvernig þau fjalla um viðfangsefnið. 

Í þættinum Meet the Parents fjalla þau um sambönd foreldra sinna. Gestir þáttarins eru foreldrar Zoe, þau Ron og Leslie Rosenzweig. Þau hafa verið saman í hálfa öld og þykir samband þeirra áhugavert fyrir margar sakir. 

„Það er eitt sem ég vil að komi fram um samband okkar og það er að Leslie var og er einstaklega falleg kona. Það voru margir á eftir henni og var hún ýmist trúlofuð eða að fara að giftast einhverjum öðrum þegar ég kynntist henni. Þá kom sér vel að ég er mjög þrautseigur maður,“ segir Ron Rosenzweig. 

„Ég var trúlofuð og á leiðinni að gifta mig þegar vinafólk mitt vildi kynna mig fyrir Ron. Ég var til í það en ekki til að giftast honum. Ron lét sér ekki segjast og hringdi daglega heim til mín og talaði við systur mína. Hún varð svo hrifin af honum að hún spurði mig hvort hún mætti giftast honum ef ég gerði það ekki,“ segir Leslie Rosenzweig í hlaðvarpsþættinum. 

View this post on Instagram

A post shared by Works For Us (@works.for.us)

„Hún var að hitta okkur báða í sex mánuði þar til ég setti mörk og bað hana að velja. Ég var alls ekki tilbúinn að gefast upp á henni. Hún hafði allt sem ég var að leita að í konu. Hún var falleg og sjálfstæð og það var fágæt blanda í þá daga,“ segir Ron Rosenzweig. 

Foreldrar Rodgers Bermans, eiginmanns Rachel Zoe, eru látin en þau fá sinn sess í hlaðvarpsþættinum um foreldrana líka. 

Rosenzweig-hjónin segja mikilvægt að hjón eigi sameiginleg áhugamál en einnig að þau geti verið án hvort annars. Eins telja þau mikilvægt að læra að setja heilbrigð mörk en ekkert hjónaband sé fullkomið heldur stanslaus vinna. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér.

View this post on Instagram

A post shared by Works For Us (@works.for.us)

mbl.is