Fylgdarkona ljóstrar upp leyndarmálum

Karlar hafa almennt einfaldan smekk í kynlífi.
Karlar hafa almennt einfaldan smekk í kynlífi. Getty images

Fylgdarkonan Samantha X segir frá lífi sínu hjá vefmiðlinum Body&Soul. Það kom henni mjög á óvart að hún þurfti ekki að vera íklædd latexi alla daga. Hún komst að því að flestir karlar hafa mjög einfaldan smekk hvað viðkemur kynlífi og stefnumótum.

Aldrei farið í swingers-klúbb

„Ég hafði svo rangt fyrir mér um þetta starf. Á þeim tíu árum sem ég hef starfað sem fylgdarkona hef ég aldrei stigið fæti í „swingers“-klúbb og ég hef aldrei klæðst latexi. Einu óskirnar um föt snúa að gallabuxum og íþróttafötum,“ segir Samantha.

„Stærsti misskilningurinn um fylgdarstarfið er að það snúist allt um kynlíf. Það er svo miklu meira en hér ætla ég að tala bara um kynlífið. Það sem ég hef lært er að karlar eru mjög einfaldir. 100% þeirra eru bara ánægðir með að einhver vilji stunda kynlíf með þeim yfirleitt.“ 

Þú ofan á og trúboðinn

„Þú þarft alls ekki að leggja á minnið allar stellingarnar í Kama Sutra; það sem fær þá í gang er að hafa þig ofan á. Ég veit, það er stressandi. Þú hugsar um allar fellingarnar og það að halda inni maganum, svo ekki sé minnst á undirhökuna! En slakaðu á. Þeir taka ekki eftir neinu. Karlar eru mjög sjónrænir og njóta þess að horfa. Öllum er sama um hliðarspikið. Svo er trúboðastellingin alltaf jafnvinsæl.“

Sýndu frumkvæði

„Þá hef ég líka lært að körlum finnst fátt meira spennandi en þegar þú átt frumkvæðið að kynlífi. Næst þegar þið eruð í rólegheitum uppi í sófa að horfa á sjónvarpið skaltu taka í höndina á honum og ... Kynlíf snýst ekki um að bíða eftir að hann sýni þér áhuga  þú berð ábyrgð á þínu kynlífi. Ef þú vilt gott kynlíf, láttu það gerast!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál