„Þurfti að flytja í burtu til að verða sjálfstæð“

Pamela Glassman er eldri systir Rachel Zoe.
Pamela Glassman er eldri systir Rachel Zoe. mbl.is/Instagram

Works For Us hlaðvarpið er vinsælt um þessar mundir í Bandaríkjunum þar sem tískufrömuðurinn Rachel Zoe og eiginmaður hennar Rodger Berman spyrja gesti sína spjörunum úr. 

Það sem er áhugavert við þáttinn er að þau fá vini sína og fjölskyldu í heimsókn sem gerir spjallið einlægt. 

Nýjasti gestur þáttarins er Pamela Glassman eldri systir Rachel Zoe. Í viðtalinu má heyra að mikil kærleikur er á milli systranna. 

„Glassman er eina manneskjan í mínu lífi sem mig langar alltaf að hafa í kringum mig. Hún er svo þægileg og æðisleg. Ég er ekki að segja að hún sé fullkomin en hún er einstaklega góð manneskja sem ég kann mikið að meta,“ segir Zoe. 

„Ég er öryggi yngri systur minnar og er ég glöð að fá að fylgjast með henni í lífinu. Ég er svo stolt að því að Zoe hafi á sínum tíma flutt í burtu frá heimilinu í aðra borg, því hún þurfti að vinna í því að finna sjálfstæði sitt. Hún var mjög háð mér og foreldrum okkar. Svo funduð þið hvort annað Berman og þið eruð fyrirmyndir mínar þegar kemur að fjölskyldu.“

Systurnar eru að margra mati til fyrirmyndar með jákvætt viðhorf til hvor annarrar. Þær eru ólíkar og kemur vel saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál