„Held það þori enginn að nálgast mig“

Ef marka má Maslow-pýramídann er ást ein af grunnþörfum fólks.
Ef marka má Maslow-pýramídann er ást ein af grunnþörfum fólks. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem enginn maður hefur fundið hingað til. 

Sæl. 

Ég er í vanda. Málið er að ég er kona á besta aldri og lifi bara góðu lífi. 

Málið er hins vegar að ég hef ekki oft verið með karlmanni, því það reynir eiginlega enginn við mig.

Ég fer í sund og líkamsrækt og alls konar og þar er önnur hver kona með hring. 

Hvað gera aðrar konur til að fara í hjónaband? Hvað ætli ég sé að gera vitlaust? Mér finnst eins og nánast enginn maður þori að nálgast mig nema þeir séu giftir eða ekki á leiðinni í samband. 

Ég hef heyrt að ég líti vel út og sé bara nokkuð skemmtileg. 

Kveðja, SE

Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Sæl SE og takk fyrir bréfið. 

Það eru til alls konar kenningar sem við getum sótt til að spegla stöðuna þína. Ég er hrifin af kenningum Carls Jung í þessu samhengi. Það hvernig hið ómeðvitaða sjálf eða það sem er í gangi í undirmeðvitund fólks stýrir mörgu af því sem er að gerast í lífinu þess. 

Úr hans skóla kemur einnig hugmyndin um „anima“ og „animus“ sem eru heiti á erkitýpu sem lýsir kynbundnum eiginleikum. Í sálfræðilegum skilningi er „anima“ tákn yfir kvenkynshliðar sem karlmenn hafa innra með sér en „animus“ er tákn fyrir karlkyns hvatir kvenna.  

Dr. Pat Allen, sem lærði hjá Patrick Carnes einum af helsta sérfræðingi heims um vanmátt og stjórnleysi í ástarmálum, hefur látið þau orð falla að sumar Norðurlandaþjóðirnar, sem dæmi Ísland og Svíþjóð, séu þjóðir sem ala börnin sín upp í öfugri orku. Að konurnar séu hvattar áfram í karlorkunni og ýtt sé undir kvenorkuna í körlunum. Að í fjölskyldunum okkar hvetjum við stelpurnar okkar áfram til að ganga vel og spyrjum svo strákana meira um hvernig þeim líður. Virðing sé ekki borin fyrir tilfinningum kvenna hér og ekki fyrir því sem karlarnir gera. Sem gerir konurnar okkar mjög þreyttar og karlarnir upplifa að ekki sé borin raunveruleg virðing fyrir þeim.  

Jung kom að gerð 12 spora kerfisins á sínum tíma og gæti ástæðan fyrir því að hvatt er til þess að fólk sem verður edrú í AA nái sér ekki í maka fyrsta eitt til tvö árin – vera leiðrétting á þessari orku. Að margir karlar virkir í fíkn eru sterkari í kvenorkunni sinni og konurnar virkari í karlorkunni sinni í upphafi edrúgöngunnar. Þetta er á meðal kenninga sem eru vinsælar í Bandaríkjunum núna á mínu sviði. 

Út frá þessum kenningum gæti verið áhugavert fyrir þig að byrja að horfa í augun á karlmönnum sem þér líst vel á sem eru ekki á föstu eða fjarverandi. Það gæti verið nóg að byrja að gera þetta nokkrar mínútur á dag, segjum þrisvar í viku. 

Konur sem eru að fást við það sem þú ert að upplifa hafa sagt mér að þær þori ekki að horfa í augun á karlmönnunum sem þeim líst vel á. Þær verða feimnar og virka eins og þær séu ekki að leita að nánum samböndum. Í raun eru þær harðgiftar hugmyndinni um að vera ein. 

Ég held að konur sem eru lofaðar eiga skilið að vera í samböndum og að til sambandanna hafi verið stofnað með alls konar hætti. Sambönd eru eins misjöfn og þau eru mörg. 

Hvernig samband langar þig í? Hvernig mann langar þig að stofna til sambands með?

Mér dettur einnig í hug ein æðisleg bók sem heitir If the Buddah Dated. Hún er skemmtileg að lesa fyrir fólk sem vil fara meðvitað inn í stefnumótasenuna og reyna á fleira en bara miðju partinn á sér. 

Það gæti verið gaman fyrir þig að prófa þig aðeins áfram á stefnumótum. Prófa að fara út með alls konar mönnum til að finna hvernig manneskja hentar þér best. Það eru til alls konar menn.

Þú gætir þurft að finna út hvort skiptir þig meira máli að velja með eyrunum eða augunum. Að velja mann með eyranu þýðir að velja mann sem hefur svipuð gildi og þú – að velja mann með augunum þýðir að velja mann eftir því hvernig hann lítur út. Svo er alltaf þetta með efnafræðina. Hvort þið laðist að hvort öðru eða ekki. 

Ég vona að stefnumótamenningin muni þróast á áhugaverðan hátt hér. Sérstaklega fyrir fólk sem veit virði sitt og langar að kynnast fólki vel áður en það stofnar til sambands með því. 

Það er hægt að læra heilmikið af þeim verkefnum sem leitað er með til okkar í ráðgjöf en þau eru meðal annars:

Skortur á vinskap í nánum samböndum.

Skortur á raunverulegri þekkingu á maka sínum.

Ósanngjörn samskipti.

Þegar annar aðilinn er óviss með sambandið.

Stjórnsemi og undanlátsemi.

Óljósar skuggahliðar sem eru að koma upp hjá báðum aðilum.

Hliðarsjálf sem ekki er kynnt í upphafi sambands og kemur óvænt upp. 

Að mínu mati er raunsætt að áætla að maðurinn þinn sé einhvers staðar þarna úti. Hann mun finna þig á réttum tíma. 

Ég mæli með því fyrir alla í þinni stöðu að taka einn tíma í forskrit (e. scripting) þar sem farið er ofan í þá forskrift sem þú ert alin upp í. Í þannig tíma er einnig farið í draumakonuna og hvernig framtíð þig langar í. Og svo bara að fara út að æfa sig. 

Bestu kveðjur, Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál