Erfir fólk í sambúð hvort annað?

Ef fólk er ekki gift, erfir það þá hvort annað?
Ef fólk er ekki gift, erfir það þá hvort annað? Patricia Prudente/Unsplash

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í erfðarétt ef fólk er ekki gift. 

Sæl Þyrí 

A og B eru í skráðri sambúð og ekki gift. A á barn fyrir og A og B eiga síðan börn saman.

B fær foreldraarf og kaupir sér eign sem er skráð 100% í eigu B.

Ef A fellur frá kemur þessi séreign til skiptana hjá því barni sem A á fyrir?

Ef B fellur frá hverjir erfa þessa séreign B?

Með fyrirfram þökk, 

HHB

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Góðan daginn HHB

Ef A og B eru skráð í sambúð en eru ekki gift þá er enginn réttur til arfs á milli þeirra ef annað fellur frá. Þá eiga önnur börn en þeirra eigin ekki heldur neinn rétt til arfs. Börn A erfa þannig eignir sem eru skráðar á A og börn B erfa eignir sem eru skráðar á B. Sameiginleg börn A og B fá arf frá þeim báðum.

Kær kveðja,

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is