Börnin vilja að mamma geri kaupmála strax

Daniel Tseng/Unsplash

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem steingleymdi að telja sumarbústaðinn sem sína séreign þegar hún gekk í hjónaband. Hvað er til ráða? 

Sæl Margrét 

Þegar ég  gekk í hjónaband fyrir fjórum árum keyptum við okkur hús,  sem er þinglýst  á okkur 50% hvort. Ég á sumarbústað sem ég átti löngu áður en okkar samband hófst. 
Ég gleymdi að gera kaupmála um að bústaðurinn sé mín séreign, en við erum mjög sammála með að það þurfi að gera. Bæði eigum við uppkomin börn og mín börn eru mjög ósátt með þetta kæruleysi. Hvað gerum við í svona máli? Hver getur leyst þennan vanda? E
r einhver lögfræðingur sem  tekur að sér svona vinnu?

Með fyrirfram þökk,

JB

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl.

Hjónum er heimilt að gera kaupmála um eignir sínar hvenær sem er á hjúskapartíma. Ef þið eruð sammála um að sumarbústaðurinn skuli vera þín séreign í hjónabandinu, liggur beinast við að þið gerið um hann kaupmála.

Strangar formreglur gilda um kaupmála. Til þess að kaupmáli teljist gildur þarf að skrá hann í kaupmálabók hjá sýslumanni. Kaupmála um fasteign verður jafnframt að þinglýsa á viðkomandi fasteign. Greiða þarf gjald fyrir skráningu kaupmálans og þinglýsingu, en ef ekki er um eignayfirfærslu að ræða eins og í þínu tilviki, er ekki greitt stimpilgjald. Sýslumenn annast skráningu kaupmála en rétt er að leita til lögmanna um aðstoð við gerð hans.

Kær kveðja, 

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál