Klám eyðilagði kynhvöt eiginmannsins

Eiginmaðurinn var gómaður við að horfa á klám.
Eiginmaðurinn var gómaður við að horfa á klám. mbl.is/Getty Images

Kona nokkur leitar á náðir ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly, vegna þess að eiginmaður hennar á erfitt með að stunda kynlíf. 

„Þegar ég giftist eiginmanni mínum setti ég skilyrði um ekkert klám. Við höfum verið gift í 25 ár. Árið 2018 komst ég að því að hann hafi horft á klám reglulega síðastliðin sex ár. Ég uppgötvaði það vegna þess að hann átti við risvandamál að stríða. Hann sagðist ætla að hætta að horfa á klám, sem hann og gerði í 18 mánuði. Síðan byrjaði hann aftur. Ég var brjáluð. Við fórum til ráðgjafa.

Eiginmaður minn vill bara stunda svokallað leti-kynlíf. Hann vill bara stunda kynlíf þegar hann vaknar með standpínu. Ég sagði honum að það er mikilvægt fyrir mig að við stundum líka kynlíf á kvöldin. Ég hef áhyggjur af því að langtíma klámáhorf hafi haft varanleg áhrif á löngun hans í nánd og ást, þar sem hann vill bara stunda kynlíf þegar hann er nú þegar harður. Mér líður eins og ég kveiki ekki lengur í honum.“

Connolly svaraði konunni og gaf henni góð ráð. 

„Þetta snýst ekki endilega um þig, eða um langanir eiginmannsins, eða skort á þeim, og klámáhorfið er ekki endilega tengt því hvenær hann langar til að stunda kynlíf. Margir karlmenn eru svo hræddir við að ná ekki fullri reisn að þeir sækjast aðeins eftir kynlífi með maka sínum þegar þeir eru nú þegar komnir í fulla reisn. Og hjá honum gerist það kannski bara á morgnana. 

Klámáhorf getur samt svo sannarlega haft áhrif á kynhvöt fólks og hversu náið það getur verið maka sínum, en klámáhorf eiginmanns þíns gæti frekar tengst tilfinningum hans varðandi frammistöðu hans. Því miður gætir þú verið að ýta undir þær tilfinningar. Reyndu að vera nærgætnari. Klámáhorf er mjög algengt, og ef það er ekki orðið að þráhyggju sem hefur áhrif á daglegt líf manneskju, þá hefur það ekki áhrif á getu hennar til að eiga í heilbrigðu sambandi. 

Ég heyrði að þú þráir meiri nánd, en það mun ekki gerast nema með betri tengslum í sambandinu almennt. Fyndu leið til að hlusta á vandamál hans og leysa úr reiði þinni.“

mbl.is