Eiginkonan keypti titrara

Eiginmaður skilur ekki af hverju eiginkona hans keypti sér titrara …
Eiginmaður skilur ekki af hverju eiginkona hans keypti sér titrara þegar hún segist vera of þreytt fyrir kynlíf með honum. Thinkstock/Getty Images

Karlmaður og faðir skilur ekki af hverju konan hans, sem segist vera of þreytt fyrir kynlíf, var að kaupa sér titrara. Hann leitaði hjálpar hjá ráðgjafa Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Ég elska konuna mína en kynlífið í sambandinu okkar er ekki frábært núna. Hún kvartar yfir því að vera of þreytt til að njóta ásta saman, þar sem við eigum tvö börn (sem eru eins og tveggja ára) og við erum í eins herbergis íbúð á meðan það eru framkvæmdir í húsinu okkar. Ég komst að því fyrir tilviljun að hún var að panta sér titrara. Ég veit ekki hvað ég á að halda núna. Áður en við eignuðust börnin stunduðum við þannig kynlíf að fólk öfundaði okkur.“

Connolly svarar:

„Hlustaðu á hana þegar hún segist vera þreytt. Að hugsa um tvö börn gerir alla þreytta, og allt sem gerir líf hennar auðveldara, þar á meðal fljótlegt kynlíf, er aðlaðandi. Titrarar geta verið fljótleg og auðveld leið til að draga úr stressi og fullnægja sér, þannig maður myndi skilja ef hún væri einfaldlega að reyna að mæta þörfum sínum á fljótlegan hátt. 

En það gæti einnig verið önnur ástæða, eins og til dæmis að hún sé að reyna að endurheimta kynhvötina (sem eðlilega er minni eftir að hún fæddi tvö börn). Það er mjög mikilvægt að þú skiljir þetta og leggir ekki þá kröfu á hana að hún sé jafn kynþokkafullur elskhugi og áður, þar til orkan kemur aftur og hormónarnir ná jafnvægi. Reyndu að vera ekki vonsvikinn eða finna ógn í þessu ástandi. Það besta sem þú getur gert núna er að hjálpa henni og reyna að skilja hana, flestum konum finnst það eitt og sér mjög kynþokkafullt.“

mbl.is