Í sambandi og eignaðist barn eftir einnar nætur gaman

Maðurinn hélt fram hjá kærustu sinni eftir rifrildi.
Maðurinn hélt fram hjá kærustu sinni eftir rifrildi. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Hvernig segi ég kærustunni minni að ég eigi barn eftir einnar nætur gaman? Dóttir mín er næstum því tveggja ára. Ég er búin að reyna að segja kærustunni minni frá því síðan hún fæddist. Ég er 33 og kærastan mín 31 árs og við höfum verið saman í sjö ár. Hún er frábær, stuðningsrík, góð og fyndin,“ skrifaði óheiðarlegur maður sem leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Við rifumst eitt sinn og mér fannst það benda til þess að þetta væri búið. Hún spurði hvenær ég væri tilbúinn til þess að búa með henni og ég sagði að ég væri ekki viss. Hún varð brjáluð og sagði að mér væri greinilega alveg sama um sambandið. Hún fór út og skildi mig einan eftir. Þetta sama kvöld sendu félagar mínir mér skilaboð og sögðust vera á barnum. Ég fór og hitti þá. Ég man ekki mikið af því ég drakk bjór eins og vatn. 

Það tók mig greinilega ekki langan tíma til þess að byrja að daðra við stúlku á barnum. Ég veit að það var rangt en ég varð upp með mér vegna áhuga hennar. Fljótlega kysstumst við. Ég bauð henni heim til mín og við enduðum á því að stunda kynlíf. Það var ekki frábært og því lauk fljótt. Ég gerði ekki ráð fyrir að heyra frá henni aftur en tveimur mánuðum seinna sendi hún mér skilaboð. Hún sagðist vera ólétt og barnið væri mitt. Spólum áfram til dagsins í dag. Ég sættist við kærustuna mína nokkrum dögum eftir rifrildið og hún veit ekki af tilvist barnsins. Ég hef sagt henni að ég sé að heimsækja frænku þegar ég hitti stelpuna mína. Við ætlum að flytja inn saman í næsta mánuði eftir að ég samþykkti það loksins svo þetta á eftir að koma í dagsljósið einhvern tímann. Mér líður eins og skrímsli. Ég hef logið að konunni sem ég elska í mörg ár.“ 

Ráðgjafinn segir fólk gera mistök en það þýði ekki að það sé vont fólk, það hafi einfaldlega tekið ranga ákvörðun. 

„Lykillinn er að þú hefur lært af mistökum þínum og gerir þau ekki aftur. Þegar kemur að því að segja kærustunni þá þýðir ekkert að afsaka það sem gerðist. Það er best að vera hreinskilinn. Eins og þú segir sannleikurinn á eftir að koma í ljós. Ekki reyna að afsaka af hverju þú gerðir það sem þú gerðir eða af hverju þú faldir þetta fyrir henni. Reyndu frekar að einbeita þér af hverju þú vilt vera með henni og þú sért staðráðinn í að vinna í sambandinu. Vertu viðbúinn því að hún biðji um tíma og rými til þess að hugsa sig um.“

Maðurinn hefur ekki lagt í það að segja kærustunni frá …
Maðurinn hefur ekki lagt í það að segja kærustunni frá barninu. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is