Eiga tvö börn og ekkert auka og vilja sitja í óskiptu búi

Þurfa hjón að gera erfðaskrá til að geta setið í …
Þurfa hjón að gera erfðaskrá til að geta setið í óskiptu búi? Renate Vanage/Unsplash

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í erfðaskrá og setu í óskiptu búi. 

Sæl.

Við hjónin erum að spá í hvort þurfi að gera erfðaskrá ef við viljum fá að sitja í óskiptu búi. Það er það sem lifir hitt. Við eigum tvö börn og engan aukapakka.

Kveðja, PFP

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl PFP.

Eftirlifandi maka er heimilt að sitja í óskiptu búi með niðjum beggja nema hið látna hafi mælt svo fyrir í erfðaskrá að skipti skuli fara fram. Þannig að ekki þarf erfðaskrá til setu í óskiptu búi við þessar aðstæður.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is