Nær ekki fullnægingu þrátt fyrir gott kynlíf

Karlmaðurinn á erfitt með að ná fullnægingu.
Karlmaðurinn á erfitt með að ná fullnægingu. Ljósmynd/Pexels/W R

Karlmaður á fimmtugsaldri stundar nú besta kynlíf sem hann hefur stundað á ævinni. Þrátt fyrir það á hann erfitt með að fá fullnægingu þegar hann stundar kynlíf í gegnum leggöng. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. 

„Ég er karlmaður á fimmtugsaldri og undanfarna átta eða níu mánuði hef ég verið í sambandi með yndislegri konu. Kynlífið var mjög gott frá byrjun, og meira ævintýri en ég hafði áður upplifað. Eina vandamálið sem ég er að takast á við er að mér er það ómögulegt að fá fullnægingu í gegnum leggöng.

Hún elskar að gefa mér munnmök en jafnvel þá er orðið erfitt fyrir mig að fá fullnægingu. Við tölum um vandamálið og hún hefur sagt mér að henni finnist aðstæðurnar ekki óþægilegar, jafn vel þó ég þurfi að fróa mér sjálfur til að fá það. 

Ég hef áhyggjur af því að ég einn geti fullnægt mér í framtíðinni. Ég átta mig á því að þetta er sálrænt vandamál, en ég veit ekki hvar ég á að byrja til að fá hjálp.“

„Til að byrja með, það væri virkilega gott ef þú myndir treysta orðum maka þíns. Er hún ekki búin að láta tilfinningar sínar nógu skýrt í ljós? Það er mjög skiljanlegt að þig langi til að geta fengið fullnægingu á þann hátt sem margir telja vera „réttu“ leiðina. En það er ekki nauðsynlegt er það?

Að geta ekki fengið fullnægingu í kynlífi getur verið sálrænn vandi en líka líkamlegur, eða blanda af bæði. Það er aðeins hægt að telja það til raunverulegs vandamáls ef þú skilgreinir það sem vandamál. En þar sem þú gerir það, þá ættir þú að fara til læknis og fá mat hans, og hann getur vísað þér til kynlífsþerapista. Á sama tíma skaltu minna þig á jákvæðu hliðar málsins, tengingu þína við maka þínn, hæfileika ykkar að finna fyrir nánd og njóta saman.“

mbl.is