Samskipti, peningar og kynlíf þrætueplin í hjónaböndum

Theodór Francis Birgisson guðfræðingur og þerapisti hjá Lausninni var gestur í þættinum Heimilislífi á dögunum ásamt eiginkonu sinni, Katrínu Katrínardóttur. Í þættinum var hann spurður hvers vegna fólk kæmi í hjónabandsráðgjöf og þá sagði hann að það væru yfirleitt alltaf þrjár sömu ástæðurnar fyrir því að hjón væru upp á kant hvort við annað. 

„Í fyrsta lagi eru samskiptin ekki rétt á milli fólks. Það getur verið að fólk tali saman en það talar ekki rétt saman,“ segir Theodór og segir að fólk heyri oft ekki hvað makinn er að segja því það hlusti ekki. 

Svo nefnir hann fjármál. 

„Það fara fleiri sambönd í skrúfuna vegna fjármála en framhjáhalds.“

Svo nefnir hann kynlíf. Fólk sé ekki statt á sama stað hvað kynlíf varðar og því geti sambandið endað ef ekki er unnið í því. 

Það sem kom á óvart er að Theodór nefnir að í næsta sæti á eftir séu deilur um vinnustaðinn, heimilisstörfin og tengdafjölskylduna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál