Dóttir látinnar konu skellir á sýslumann

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu hvort hægt sé að skipta búi ef það næst ekki í einn erfingjann. 

Sæl Vala. 

Kona sem sat í óskiptu búi með þremur börnum þeirra hjóna lést fyrir einu og hálfu ári.

Í dánarbúinu er íbúð konunnar og ljóst að verði hún seld er eignum skipt á milli systkinanna. Dóttir hennar sem býr erlendis neitar að skrifa undir alla pappíra. Hún svarar ekki neinum pósti, skellir á þegar reynt er að hringja í hana jafnvel frá opinberum aðilum og neitar alfarið að koma nálægt frágangi dánarbúsins en vill samt fá „það sem hún á rétt á“.

Er hægt að selja íbúðina án hennar samþykkis? Er hægt að ganga frá dánarbúinu án þess að dóttirin komi að því?

Fulltrúi sýslumanns hefur reynt að tala við konuna en það var skellt á fulltrúa í símanum. 

Kveðja, 

G

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl G. 

Hafi allir erfingjar undirritað beiðni um einkaskipti þá er hægt að selja eignir og skipta búinu. Hins vegar er ekki hægt að skipta einkaskiptum ef einn eða fleiri erfingjar neita að undirrita beiðni um slíkt og verður þá að fara fram á  opinber skipt á búinu.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál