Kynlífsathafnir breyttust í heimsfaraldrinum

Pör í föstum samböndum stunduðu meira kynlíf en áður í …
Pör í föstum samböndum stunduðu meira kynlíf en áður í heimsfaraldrinum. Pexels/WR

Nýjar rannsóknir sýna fram á breytt landslag í samskiptum kynjanna í kjölfar heimsfaraldurs. Þótt sumir segðust hafa stundað meira kynlíf en vanalega meðan á heimsfaraldrinum stóð greindu aðrir frá minni kynlífslöngun og þar af leiðandi færri kynlífsathöfnum.

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á líf allra jarðarbúa með einum eða öðrum hætti. Sama hvort einstaklingar hafa veikst eða ekki þá hafa ýmsar breytingar orðið á heimsmyndinni eftir tilkomu faraldursins.

Í samkomubanni fengu pör aukið tækifæri til þess að tengjast betur á samskipta- og kynferðislegan hátt. Á sama tíma var vandasamt fyrir einhleypa einstaklinga að eiga í skyndikynnum. Upplifðu báðir hópar breytingar, hvor á sinn hátt. Algengt er að pör í langtímasamböndum stundi að jafnaði kynlíf einu sinni til tvisvar í viku en sumum þykja það of fá skipti. 

„Stundum er spurt hversu oft hjón eða pör eigi að stunda kynlíf en það er aðeins eitt svar við því; eins oft og þau vilja,“ útskýrði vísindamaðurinn Justin Garcia við Usa Today þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum og tekur því mið af samskiptum kynjanna þar í landi.

Meginniðurstöður

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna juku þeir sem voru einhleypir í faraldrinum notkun sína á kynlífstækjum auk þess að stunda aukna sjálfsfróun. Sem í raun er í takt við aukna sölu hjá kynlífstækjaverslunum. 

Piparjónkur og -sveinar í Bandaríkjunum á tímum heimsfaraldurs höfðu lítið annað val en að tileinka sér ný mynstur í tilhugalífinu. 38% einhleypra þátttakenda sögðust stunda mun minna kynlíf en áður en 46% einstaklinga í föstum samböndum sögðu mikla aukningu á kynlífsathöfnum sínum.   

Þá kom einnig fram í rannsóknunum að þeir sem greindust jákvæðir fyrir veirunni gætu mögulega upplifað einhvers konar röskun á kynhvötinni. Greindu einstaklingar af báðum kynjum frá áhyggjum sínum af langvarandi áhrifum slíkra vandamála. Geti það leitt til þess að einstaklingar, hvort sem þeir eru einhleypir eða í samböndum, fari að upplifa mikla streitu og óöryggi sem hafi áhrif á kynlífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál