Kúka hlið við hlið

Tónlistarkonan Meghan Trainor og leikarinn Daryl Sabara.
Tónlistarkonan Meghan Trainor og leikarinn Daryl Sabara.

Tónlistarkonan Meghan Trainor og leikarinn Daryl Sabara eru nánari en mörg önnur hjón ef marka má nýtt hlaðvarpsviðtal sem hún kom fram í nú á dögunum og PageSix greinir frá. Þar opinberaði hún leyndarmál sem aðeins hún og eiginmaður hennar höfðu vitað fram að því. Hjónin fara alltaf saman á salernið. Þau létu setja upp tvö salerni á heimili sínu sem standa hlið við hlið svo þau gætu haft möguleika á því að gera þarfir sínar saman og á sama tíma. 

Nánd í ástarsamböndum skiptir vissulega miklu máli en einkalíf hvers og eins, hvort það sé í nánum samböndum eða ekki, vegur sömuleiðis mikið. En hvað sem því líður þá virðast þau Trainor og Sabara hæstánægð með sameiginlegu klósettferðirnar.

„Við pissum mjög mikið á sama tíma en höfum reyndar bara kúkað tvisvar sinnum saman,“ sagði Trainor í viðtalinu. „Mig langar ekkert til að vera ein á klósettinu núna,“ segir hún jafnframt. „Það besta við samband okkar er að honum [Daryl Sabara] er svo annt um mig og líðan mína að hann reynir að gera allt til þess að auðvelda mér lífið og að mér líði vel.“

Verktakinn hélt að um djók væri að ræða

Söngkonan sagði frá því hver sagan á bakvið salernin tvö raunverulega er. Í fyrstu var hugmyndin sú að sniðugt gæti verið að hafa þau tvö talsins, hlið við hlið, vegna klósettferða hjónanna á nóttunni eftir að þau eignuðust son sinn, Riley, í febrúar á þessu ári.

„Verktakinn hélt að ég væri að grínast þegar ég vildi bæta við klósetti við hliðina á hinu sem var þar áður. En hann féllst svo loks á það.“

 Viðtalið má heyra hér að neðan.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál