Treystir ekki eiginmanninum eftir framhjáhald

Konan treystir sér ekki til að sofa hjá eiginmanninum eftir …
Konan treystir sér ekki til að sofa hjá eiginmanninum eftir að hann hélt framhjá henni. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem gift hefur verið eiginmanni sínum í 25 ár treystir honum ekki lengur eftir að hann hélt framhjá henni fyrir sjö árum síðan. Nú treystir hún sér ekki til að sofa hjá honum. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. 

„Eiginmaður minn hélt framhjá mér fyrir um sjö árum síðan, rétt eftir að við höfðum tekið aftur saman eftir tveggja ára skilnað að borði og sæng. Við höfum verið gift í næstum því 25 ár. Framhjáhaldið hafði mikil áhrif á mig og dætur okkar, sérstaklega elstu dóttur okkur. Það tók hana langan tíma og mikinn tíma hjá sálfræðingi til að treysta honum aftur. 

Hans fyrstu viðbrögð voru tilfinningalega slæm og sjálfhverf. Eftir nokkra mánuði skammaðist hann sín fyrir það sem hann gerði og finnst núna erfitt að ræða það. Ég á enn eftir með eð treysta honum. Fyrir framhjáhaldið var kynlífið ekki gott, eftir það, fyrir öllum þessum ári, þá hefur það eiginlega ekki verið til. Við elskum hvort annað og kemur vel saman. Hann væri til í að eiga í nánu kynferðislegu sambandi við mig, en ég bara get ekki fengið mig til að sofa hjá honum. Ég hef ekki áhuga á því. Ég veit ekkert hvað ég á að gera.“

„Það tekur tíma að byggja upp traust, en það eru liðin sjö ár síðan hann braut traust þitt og þið hafið ekki endurnýjað kynferðisleg tengsl ykkar. Kannski er kominn tími til þess að horfast í augu við það að það er margt jákvætt við hjónaband ykkar, en þar á meðal er ekki kynlíf. Kannski hafðiru aldrei mjög sterka kynferðislega löngun í hann, ef svo er, samþykktu það bara. Hjónabönd geta verið allskonar. 

Þar sem þið eru enn saman, þrátt fyrir skilnað að borði og sæng í tvö ár og trúnaðarbrot, þá er greinilega eitthvað sem tengir ykkur saman. Hvorugt ykkar þarf að samræma sjálft sig við hugmyndir annara um hjónaband, það gæti verið gott fyrir ykkur, og sanngjarnt, að ræða þetta við eiginmann þinn,“ svarar Stephenson Connolly.

mbl.is