„Ég er bara rómantískur maður“

Pálmi Guðmundsson stonfaði Deit.is.
Pálmi Guðmundsson stonfaði Deit.is.

Hinn 66 ára gamli Pálmi Guðmunds­son er stofn­andi stefnu­mót­asíðunn­ar Deit.is. Pálmi sem býr á Teneri­fe hjálp­ar öðru fólki að finna ást­ina á ann­an hátt en á Tind­er en hann seg­ir að oft sé dæmt út frá einni mynd á Tinder.

„Ég er bara róm­an­tísk­ur maður og sá í hendi mér að það væri þörf á ein­hverju öðru og betra kerfi,“ seg­ir Pálmi. „Ég vil að ein­hleypt fólk kynn­ist ást­inni. Það gef­ur mikið að finna réttu persónuna.“

„Á Tind­er set­ur þú kyn, ald­ur og bú­setu þegar þú ferð að leita. Eins og í mínu til­felli, sérðu kon­ur í kring­um þig og þú verður annað hvort að velja eða hafna þeim. Þú verður að velja eingöngu út frá út­lit­inu,“ seg­ir Pálmi. Hann lík­ir þessu sam­an við að selja íbúð og setja mynd af ein­um glugga í aug­lýs­ing­una. Fólk dæm­ir bara út frá einu atriði. Hann segir það ekki alveg virka. 

Á stefnu­mót­asíðunni hans Pálma er mun meiri áhersla lögð á áhuga­mál og per­sónu­leika fólks en á öðrum stefnumótasíðum. „Fólk get­ur verið mjög áhugavert þó það sé ekki eitt­hvað topp mód­el og þess vegna ákvað ég að gera þetta svo­lítið öðru­vísi og lagði mikla vinnu við að setja þetta upp og skilgreina þörfina fyrir áhugaverða stefnumótasíðu. Ekki bara myndir, heldur margvíslegar upplýsingar, sem gefur notendum kost á að leita eftir og finna persónu sem viðkomandi gæti átt samleið með.“

Hinn 67 ára „Gamli“ á þennan aðgang.
Hinn 67 ára „Gamli“ á þennan aðgang. Ljósmynd/Deit.is

Pálmi seg­ir að á síðunni Deit.is ræður fólk hversu ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar það gef­ur upp. Í leit­ar­kerf­inu er hægt að leita sér­stak­lega eft­ir ein­stak­lingi á ákveðnum aldri, sem býr á ákveðnum stað, áhuga­mál­um og fleira. Sum­ir velja að gefa upp lík­ams­lýs­ingu, til dæm­is hversu há­vaxið það er eða hvort það sé í kjörþyngd.

„Á Deit.is er hægt að skrá allt að 57 áhugamál, en á öðrum stefnumótasíðum er fjöldinn innan við 10 atriði. Á Deit.is er hægt að merkja við allt að 67 atriði varðandi persónuleikann,“ seg­ir Pálmi. 

Þegar farið er að leita að til­von­andi lífsförunaut er leitað til dæm­is út frá áhuga­mál­um eða mannkost­um. Þá er hægt að senda texta­skila­boð. Einnig er boðið upp á símaspjall og víd­eó­spjall á stefnumótasíðunni. „Þetta er al­gjör snilld og þetta er ekki til á öðrum íslenskum stefnumótasíðum. Þarna getur fólk farið hægt og ró­lega í þetta, án þess að gefa upp símanúmer eða netfang,“ seg­ir hann. 

Boðið er upp á ítarlega lýsingu.
Boðið er upp á ítarlega lýsingu. Ljósmynd/Deit.is

Pálmi seg­ir að þótt sum­ir séu feimn­ir er ein huggu­leg mynd samt mjög góð byrj­un. Því meira sem fólk set­ur inn um sjálft sig því meiri mögu­leiki er að finna rétta persónuna. „Svo eru sum­ir sem veigra sér við þetta og finnst þetta kannski asna­legt. En þetta fyrirkomulag er að ryðja sér til rúms víða í hinum stóra heimi og stefnumótasíðum fjölgar stöðugt.“

Eru ein­hverj­ir bún­ir að finna ást­ina?

„Já, ég hef nú held­ur bet­ur grun um það. Þeim fækk­ar sem eru inná af því þeir eru bún­ir að finna hana, það er al­veg gefið mál. Svo koma alltaf nýir, þetta er bara end­ur­nýj­un.“

Meðalaldurinn á Deit.is  er um 50 ár. Fólk er á aldrinum 18 ára og upp í 80 ára, en flestir eru þó á aldrinum 40 – 67 ára. Karlmenn eru aðeins  í meirihluta.

Pálmi seg­ir að 30 daga áskrift að Deit.is kosti inn­an við þúsund krón­ur sem er ekki mikið þegar ást­in er ann­ars veg­ar. Vefsíðan hef­ur meðal ann­ars komið sér vel í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Þetta hafi verið góður tími til þess að nota stefnu­mót­asíðuna enda lítið hægt að fara út á lífið.

Hér má sjá hvernig viðmótið á Deit.is er.
Hér má sjá hvernig viðmótið á Deit.is er. Ljósmynd/Deit.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál